sunnudagur, nóvember 14, 2004

Þroskaða konan talar from down under...

Helgin er bara búin að vera jaaa... ég skil ekki alveg. Ég nenni engu. Kannski ég sé bara komin á hold þar sem ég er svo spennt að komast til Baunalandsins. Kanselaði brimnámskeiðinu, sagði nei við bjórferð. Þetta er ekki hægt. Lá bara inn á herbegi hálf týnd inní sjálfri mér með mjög svo furðulega vöðvakippi. Fór nú samt aðeins á ströndina í dag enda ekki annað hægt þegar sumarið virðist loksins vera komið. Það var gleði helgarinnar... elska að busla í sjónum... og þar sem það er frekar vindasamt hérna þá er þetta er sjórinn sko betri en háklassa öldusundlaug... og ekki finnst mér leiðinlegt í vatnagörðunum.... ég er svo þroskaður einstaklingur...
Jú, áfram með vanþroskan... svo ég komi enn einu sinni afur að fitubolluveröldinni minni... ég er eins og versta gelgja... Í þessu XXXL landi er auðvitað til mikið af XL fötum og gleður það fitubolluna endalaust mikið... en kannski of mikið. Ég er nú ekki búin að vera að versla mikið hérna en ég keypti mér mjög ósmart gallabuxur um daginn. Ég varð svo glöð af því þær voru svo stórar nema ég var að fatta að ég kemst auðveldlega úr þeim án þess að hneppa... er það eðlilegt? Held ég fari mér kannski aðeins of geyst í XLarginu. Maður má ekki bara kaupa einungis vegna þess að það er stórt... neeeiiii... en samt... maður er hvort sem alltaf að tútna út svo þetta er kannski bara hagsýni.... ellimerkin...
Annars finnst mér þetta vera komið gott. Goooootthh. Er orðin svooooo leið á þessum stað. Ekki Perth, heldur heeelvítis colleginu. Ég er farin að fussa þessu fólki hérna ansi mikið. Er búin að vera mjög dugleg að mingla við þessa gelgjugosa og glaumdrottningar... en nú er nóg komið. Ælan er alveg komin upp í háls og ef ég ætla ekki að hljóta skaða af þessari vist minni í þessum drullupitti þá verð ég að reyna að halda mér utan radíus 2 km frá Trinity college. Jökk og ullabjakk. Jákvæðnin er að hverfa og það sama má segja um mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home