miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Bessel-gaurar og jólaspenningur...

Ekki mikið að gerast hjá kerlingu. Tíminn líður þó alltof hratt þessa dagana. Leiðbeinandin lét loksins sjá sig á mánudaginn og hef ég því náð að setja hann inní vandamálin mín í vinnunni. Er búin að vera voða dugleg síðan og vonandi næst eitthvað spennandi að gerast í verkefninu áður en ég kveð Kengúrulandið. Í gær uppgötvaði ég að það situr nú ansi lítið eftir af því sem ég lærði í HÍ á sínum tíma. Ég stóð aldeilis á gati þegar ég þurfti að reikna nokkur mikilvæg heildi. Eftir heila þrjá verðmæta klukkutíma fattaði ég að þetta voru bara ákveðin tegund af Bessel föllum og þá varð þetta bara ofsa létt. Alltaf hægt að finna einhver skemmtileg tengsl milli allra þessara Bessel-gaura. Áhugavert, ekki satt??? Lúði. Hefði ég verið með stærðfræðigreininguna á hreinu hefði þetta líklega ekki tekið mig svona langan tíma. Uss... hvað maður er gleyminn. En nóg um stæið... og nördlingahátt.
Ég hlakka orðið rosalega mikið til jólanna. Jólin eru svo skemmtileg – Ísland, familís, sukk og allskyns fjölbreyttur ólifnaður. Er komin með smá plan hvernig leysa má afleiðingar ólifnaðarins. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að hugsa um jólin hérna í sól og 25 stiga hita. Finnst t.d. jólaskrautið á götunum frekar asnalegt... jólaskraut á bara heima í myrkri, kulda og nýföllnum snjó. Samt ættu jólin nú að passa betur við þetta veðurfar... hmmm... Ég er samt voða, voða spennt þó svo að ég finni ekki alveg jólastemmninguna... en ætli ég sé ekki bara svona spennt af því að ég sakna svo heimkynna minna... heimahagarnir ljúfu... 10 dagar í Sydney=frí og 16 dagar í home sweet home á minnu elskulegu og hávaðasömu Klostergade. Mmm... eldhúsið mitt, rúmmið mitt, geisladiskarnir mínir, litla fallega sjónvarpið mitt... Það eina sem ég á eftir að sakna af colleginu eru reyndar sturturnar. Baðherbergið heima hjá mér er nefnilega minna en sturtan hér... svo það eina sem verður leiðó er að fara í sturtu ofan í vaskinum á ný. Þegar ég verð kominn ofaní vaskinn aftur verða svo bara tvær vikur í hótel mömmu... jibbí...
Until later...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh... ég skil þig svo vel, jólin jólin jólin!!! Ég er hins vegar í smávegis öruísi jólahugleiðingum, þar sem ég er orðin svo mikil housewife og mother þá hugsa ég þetta út frá bakstri og þrifum:) Get ekki beðið heldur að fara að ná í jólaskrautið og gera fínt:) Housewifelúði!!! Annars á ég líka við showervandamál að stríða, var í fæðingarblettsfjarlægingu og má ekki fara í sturtu í tvær vikur og ef ég fer í bað á ég að vera með löppina upp í loft:) Fæðingarbletturinn var nefnilega við ökklann. Má meira segja ekki hreyfa mig neitt, ekki einu sinni í göngutúr, bömmer fyrir þá sem eru í átakinu í kjól fyrir jól:( soltið súrt eins og einhver á Akureyri myndi segja. Anyhow, finnst leiðinlegt að kengúran sé að kveðju "Australia", fannst gaman að þér þar, ertu komin með hreim??? Hilsen, sú heilbriðga á Fálkagötunni:)

12:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh... ég skil þig svo vel, jólin jólin jólin!!! Ég er hins vegar í smávegis öruísi jólahugleiðingum, þar sem ég er orðin svo mikil housewife og mother þá hugsa ég þetta út frá bakstri og þrifum:) Get ekki beðið heldur að fara að ná í jólaskrautið og gera fínt:) Housewifelúði!!! Annars á ég líka við showervandamál að stríða, var í fæðingarblettsfjarlægingu og má ekki fara í sturtu í tvær vikur og ef ég fer í bað á ég að vera með löppina upp í loft:) Fæðingarbletturinn var nefnilega við ökklann. Má meira segja ekki hreyfa mig neitt, ekki einu sinni í göngutúr, bömmer fyrir þá sem eru í átakinu í kjól fyrir jól:( soltið súrt eins og einhver á Akureyri myndi segja. Anyhow, finnst leiðinlegt að kengúran sé að kveðju "Australia", fannst gaman að þér þar, ertu komin með hreim??? Hilsen, sú heilbriðga á Fálkagötunni:)

12:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home