sunnudagur, nóvember 28, 2004

Jíííha.... til lukku með Danmörkina...

Ég er rooosalega hamingjusöm. Sit HEIMA hjá mér, hlusta á tónlist og hygger mig. Elska það. Þegar ég kom heim beið mín jólabjór og súkkulaðijólasveinn sem Dorte góða hafði skilið eftir handa mér. Mmmm... jólabjór. Elskann.
Já, já... Ég komst heil á húfi til Dene... samt gekk þessi ferð sko alls ekki áfallalaust fyrir sig. Við erum að tala um... alltof sein að pakka alltof miklum farangri, fulla leigubílstjóra, 1500 dkr í yfirvigt, týnt kreditkort, missa næstum því að flugvél, kristjana kölluð upp á flugvellinum þegar ég var að stíga inní vélina. Missteig mig í sólblómagarðinum á flugvellinum í Singapore, hellti kóki yfir mig alla, var án geisladiskaspilarans míns, prumpandi kall og grátandi börn í næstu röðum í 13.5 klst SIN-CPH, bara laust í reyk í lestinni til AAR, ég föst í lest á Fjóni í klst... komst til Árósanna minna!!! Solveig var svo ljúf að koma að ná í mig og hjálpaði mér með allt draslið heim. Drakk svo nokkra jólabjóra og var rooosalega dugleg að halda mér vakandi... þangað til um níuleytið þegar ég sofnaði eftir að hafa verið vakandi í svona u.þ.b. 45 klst... kannski mínus max 2. Nú er ég hress og glöð, búið að loka dankortinu mínu sökum eyðslu og ég ætla að loka sjoppunni.... Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka samfylgdina.

2 Comments:

Blogger eibba said...

ekkert svona kveðjur...vorum við ekki búnar að ákveða það í sameiningu að þú ættir að halda áfram að skrifa í dene??

eibba brjálaða

9:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sko heldur ekki sátt ef þú heldur ekki áfram að skrifa......það er svo gaman að lesa alltaf síðuna þína...

svana líka soldið brjál!!!

6:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home