föstudagur, nóvember 19, 2004

Juuu... pínlegt ástand!

Dísus maður... ég er alveg rugluð... Fékk eitthvað sms-internet-dót sent um daginn frá Hörpu skvís og ég skráði mig og allt í lagi með það. Svo ætlaði ég að senda þetta á nokkra aðra... nema hvað... haldiði að ég hafi ekki sent þetta á alla sem eru í contacts á hotmailinu!!!! Guði sé lof að það er stutt síðan ég byrjaði að vista adressur inn í hotmailinn... svo þetta voru ekkert of margir... en margir samt. Ég náði t.d. að senda þetta á leiðbeinandann minn hér, einn tölfræðing í Þýskalandi sem ég heimsótti síðasta vetur, leigusalann minn, bókasafnsfólk í Århus.... og bara alla sem ég hef fengið meil frá svona sirka síðasta mánuðinn... þarf af er fólk sem ég þekki mjög lítið!!!! Agalega hallærislegt. Þið þessi fáu sem lesið þetta hafið örugglega líka fengið svona póst frá mér.... og ég veit varla hvað þetta sms.ac er... held að þetta sé eitthvað rugl. Nú sendi ég allaveganna afsökunarbeiðni á þá sem mér fannst pínlegast að senda þetta á. Fór svo að skoða þetta áðan og þá er eitthvað deiting sörvis þarna og eitthvað allskyns gelgjukjaftæði.... og þá roðnaði ég nú bara niðrí rass... þetta er svoooo pínlegt!!!! Og fólk getur alveg misskilið svona lagað. Sem betur fer fattaði ég þetta allaveganna... það hefði ekki gerst nema ég var að tala við Eivor mína á msn-inu og hún var að spyrja um þetta og við ákváðum að ath. hvernig þetta virkar.... og þá sá ég að ég hafði sent þetta á doldið marga... og tvisvar á alla... held ég hafi verið með sjö blaðsíður af fólki (og þá deilt með tveimur). Mjöööög skemmtilegt. Eivor fannst þetta ekkert fyndið... hún sagði að hún gæti þá farið að klæmast við prófessora á kvöldin á þessu smsdóti....
Allaveganna... já, takk ljúfa bigmama fyrir hughreystandi orð... ég er ekki svo leið núna... en var nú búin að gleyma ansi mörgu af þessu gelgjudóti Ussss.... það var líf og fjör í denn... Það er gott að eiga góða að!
Annars var dagurinn í gær betri en hinir vikudagarnir. Fór sem sagt með leiðbeinanda og frú út að borða... það var alveg fínt. Borðuðum á veitingastað við ströndina og sáum sólarlagið fræga sem ég missti af síðast þegar ég var við þessa strönd á sólarlagstíma. Þá gleymdi ég mér yfir bjórnum og missti af þessu... en annars skil ég voðalega lítið í þessum sólarlögum. Fólk er alltaf alveg æst í þetta en ég sé bara ekki alveg af hverju þetta er svona agalega æðislegt. Man þegar ég og Silla vorum á Santorini (grísk eyja), þá fórum við einmitt og fylgdust með sólarlaginu á einhverjum stað sem átti að vera alveg mjög frægur fyrir fegurðina. Okkur fannst allir svo alvarlegir og rómantískir og þöglir... en við gelgjurnar vorum doldið í gríninu - fannst þetta svo fyndið. Man ekki betur en að það hafi verið þaggað niðrí okkur þegar ég var byrjuð að syngja einhver rómó ástarlög fyrir fjöldan... en annars man ég ekki alveg hvernig þetta var... Gott að koma með sögu sem maður man ekki hvernig er. Það er bara ég.
Já, kærasta leiðbeinandans míns er bara svaaaaka gella. Ekki er hún mikið eldri en ég!!! Held ég. Hann er svona fimmtugur og ég er búin að vera að undra mig á því að þegar ég hef heyrt hann tala við hana í síma þá segir hann alltaf “Hi gorgeous...” og mér hefur alltaf fundist þetta svo fyndið - gaman að hjón um fimmtugt séu ennþá í þessum bransa... eða bara í þessum bransa yfir höfuð. Nú skil ég þetta aðeins betur... hann er bara sjúklega ánægður með ungu fínu gelluna sína...
Já, já.... Sveðjur,
Kristjana

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home