þriðjudagur, desember 21, 2004

Íslenska jólalífið...

Jæja Eibba mín... ég skal reyna að skrifa eins mikið og ég get. Held samt að það sé ekki mjög áhugavert sem drífur á mína daga hér á Fróni. Alltaf þetta sama gamla. En auðvitað einstaklega gaman að hitta familíuna og vinalinga. Tíminn líður samt aldeilis hratt og jólin nálgast. Hann líður líka ansi fljótt þegar maður eyðir mörgum tímunum í þunnildi og svefn. Þannig að það þýðir nú ekki að kvarta yfir því að maður komist ekki yfir allt sem maður vill. En já, upptalning fyrir Eibbu mína sem saknar Íslandsins mikið... ég sakna líka að hafa ykkur ekki hérna. Ætla að reyna að telja upp þetta helsta.
Er búin að...
- fara í tvö afmæli, til Hildar og afa gamla á Nesinu...
- búin að leika við Svönu og fjölskyldu... t.d. sjá kallana hennar dansa afar kraftmikinn línudans.
- búin að leika við litlu mennina í lífi mínu – Daníel og Daða...
- búin að fara að í Sundhöllina tvisvar...
- fara í ljúffenga hnetusteik á Grænum Kosti með Lilju og Siggu. Ekkert djúsí... aðeins ein saga... Gunni Magg á víst orðið konu. Ekkert svakalega spennandi fyrir mig þar sem ég þekki kauða ekki svo mikið. En samt...
- fara aftur í grænt og vænt með Evu Hlín...
- eyða afar ljúfum eftirmiðdegi með Sillu sætu og óléttu ásamt súpu, kaffibollum og notalegheitum á Vegamótum...
- borða hádegismat með Óla Fimmbíó og frúnni hans. Hún er fínasta kona.
- fara á frænkukvöld á barnum.
- fara á barinn þrisvar í viðbót við það. Ekkert áhugavert eða djúsí að frétta þaðan.
- eyða tveimur og hálfum degi í þunnildi og vesæld...
- búin að hitta Dóra Magg og Hauk Þór heima hjá Sirrí. Það var afar skemmitlegt að hitta þau. Dóri er óléttur og Daddi er víst á leiðinni að gifta sig.
Því miður ekki svo mikið djúsí eins og þú sérð... nema kannski að Dóri og frú sé ólétt. Ætla þau víst að létta sig í byrjun marsmánaðar. Þú kannski vissir þetta...
Annars eru barferðirnar mínar búnar að vera einkennilegar. Finnst ekkert svo mikið stuð að maður þekkir alltaf færra og færra fólk út á lífinu. Bæði er maður orðinn algjör ellismellur og kannski bara búin að búa alltof lengi í útlandinu. Ég finn alltaf oftar og oftar fyrir því að ég er eiginlega búin að vera of lengi í burtu. Mér finnst það ekki gaman. Svo ég held að ég hreinlega verði að fara að drulla mér heim á Íslandið bráðum aftur ef ég ætla ekki að hljóta varanlegan “skaða” af vist minni með Baunum. Skaði er samt ljótt orð og vitlaust. Brennimerki er ekki fagurt. Það sem ég er að reyna að segja er að maður verður víst alltaf meiri og meiri baun með hverjum deginum. Sem er e.t.v. gott og vont. Það hef ég uppgötvað. Held ég verði að fara að reyna að umgangast Íslendinga í bland við Danina í Árósunum. Þá kannski gengur mér betur í mannlegum samskiptum hérna á the kleik.
Ég og móðir mín biðjum fólk vel að lifa. Finnst að þú eigir líka að vera duglegri að segja frá ykkar þýsku jólum hausfrau Eivor. Annars lofa ég að reyna að vera áhugaverðari og skemmtileg þegar ég kem aftur í Baunalandið... Luvs&Knúses...

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ gamla... mikið var gaman að hitta ykkur í gær, reynum að ná því aftur áður en þú ferð út aftur...

sirrí hlussa

10:16 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

já, þetta var afar notalegt... kannaðu á þér, dóra og þessum dagsetningum sem þið voruð að vesenast með... þú ert nú meiri lufsan að stinga af út á land um áramótin...

6:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Krissa mín...haltu nú áfram að vera dugleg að skrifa :) Hvað fekkstu í jólagjöf?? eruð þið skonsurnar búnar að opna bréfin frá í fyrra?? Hvað er að frétta af öllum?? o.s.frv.

eibbsan spennta sem kemur heim eftir viku

11:35 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

Sæl Eibba mín... Við ætlum ekki að opna bréfin fyrr en á fimmtudaginn. Ég skal taka stílabókina með mér í boðið og vera dugleg að taka glósur. Lofa að skrifa eftir boðið svo þú fáir allar helstu fréttirnar asap. Luv..

5:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja kella...nú er kominn föstudagur og þú ekki búin að skrifa neitt um atburði gærdagsins :(
Við náum ekki að hittast á flugvellinum því við fengum ekki flug fyrr en á miðvikudaginn :( Við komum til þín fljótlega

knús knús og skemmtu þér vel í kvöld ljúfan mín

4:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home