föstudagur, desember 17, 2004

Góði klaki

Já, klakinn er kaldur. Ég er líka dálítið köld en vonandi hitna ég með árunum. Gengur ekkert að drullast til að vinna hérna. Er búin að fara og hitta smá fólk í hádeginu undanfarna daga og það tekur því eiginlega ekki að vinna frá tíu til tólf áður en maður fer í lunchinn... held ég. Þetta er eitthvað vinnuvandamál sem tengist Íslandi frekar en Dene - fer að vinna í því. En ég er alla veganna lady who lunches og finnst mjög gaman að kíkja aðeins í búðirnar eftir matinn og eyða smá meiri peningum. Held nú samt að ég hefði átti að vera snjallari og koma bara heim rétt fyrir jól svo ég hefði getið drullast eitthvað áfram í þessu blessaða verkefni mínu. Gerða var svo mikill snillingur að fresta heimferðinni... ég hefði átt að gera slíkt hið líka. Nú eru rúmlega 13 mánuðir í skil á þessari einkennilegu doktorsritgerð og ég er orðin stressuð. Mjög eðlilegt.
Já, já... þunnt er hljóðið og ég er vonandi á leiðinni á barinn í kvöld. Óska mér að sú barferð verði hressari en sú síðasta laugardag. Ég var mjög óhress og þreytt kona með innilokunarkennd. Kannski ég fái gleðibar í skóinn í kveld. Annars á ég margt eftir hér á Fróni... þarf að syngja með kórnum mínum honum Fúmm, þarf á spilakvöld, bingókvöld væri vel þegið, kaupa síðustu jólagjafirnar, kaupa föt, kaupa hlýja yfirhöfn, skrifa jólakort, synda af mér Aðalbjörgu, horfa á sjónvarpið, borða meiri nautatungu og margt, margt fleira...
Nú ætla ég að búa til to-do-lista þangað til að ég fer að borða grænt og vænt... tekur því ekki að læra. Minn helsti kostur er hvað ég er fljót að koma hlutunum í verk. Verði ljós og förum útí fjós.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæl ljúfan...gaman að lesa bloggið, þú verður að vera dugleg að skrifa hvað þú ert að bralla þarna svo ég geti ímyndað mér að ég sé með þér í öllu saman :)

eibba íslandssjúka

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home