þriðjudagur, desember 07, 2004

Taugaveiklaða lata konan...

Svona almennt finnst mér ég nú ekki mjög stressuð týpa. Finnst ég frekar aflöppuð svona... eiginlega hálf dofin alltaf... kann ágætlega við þessa letibykkjutakta mína. Eeeen ég er alveg stórskemmd þegar kemur að því að ég þarf að tala fyrir framan hóp af fólki. Verð alltaf alveg einstaklega stressuð með tilheyrandi svitaköstum og virðist aldrei ætla að læra að höndla þetta. T.d. þegar ég er að kenna, þá er ég alltaf með kúkinn í buxunum heilan dag áður en að kennslustund kemur. Síðastliðinn sólarhring er ég líka búin að vera tæp á taugum. Já, og alltaf þegar ég er svona mikill stressari, þá þarf ég alltaf að pissa á hálftíma fresti. Það er einmitt allt annað en skemmtilegt. Sér í lagi þar sem deildin mín flutti á nýjan stað meðan ég var í útlandinu og núna er bara unisex klósett... ekkert konuklóst. Mér finnst sko ekki jafn gaman að fara á það klósett – setan alltaf uppi í þessu karlaveldi. Eins og mér fannst nú gaman að hreiðra um mig á gamla kvennaklósettinu.
Já, mjög athyglisvert... Allaveganna þá var ég svona stressuð bara útaf einhverjum ómerkilegum og óformlegum fyrirlestri sem ég þurfti að halda fyrir hluta af deildinni minni. Fuss... já, fuss og sveiattan. Vildi óska þess að ég væri ekki gerð úr þessum genum sem framkalla þennan gríðarlega ótta. Maður myndi nú halda að ég ætti að vera vön þessu. Búin að kenna hér og HÍ, kenna í menntaskóla og halda nokkra frekar stóra fyrirlestra... en nei, nei... ég er stressaður aumingi.
Fyrir utan þetta er ég glöð kona. Nóg að gera þangað til að Íslandið verður heimsótt. Er að gera það upp við mig hvort ég eigi að beila á Bridget og stelpunum í kvöld og fara á íþróttakappleik... hmmm... ég verð kannski ekki svo vinsæl ef ég beila... og svo út að borða á morgun með skvísunum vinkonum mínum... Og svo verður bara næstum því komin helgi = Ísland. Júbbí Kóla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home