mánudagur, desember 06, 2004

Christmas loaded table...

Jæja já, jólamaturinn undanfarna daga jafnast sko ekki á við christmas loaded table á einum ágætum sunnudegi á veitingastaðnum Asiu um síðustu jól. Enda smakkast líklega allt mjög vel í því ástandi sem einkenndi lýðinn þá. Usss... þvílíkt rugl – mundi þetta allt í einu í dag. Það verður sem betur fer ekki mikið um svona rugl þessi jólin... ha? Svanhildur...
Ég hef nú annars ekki frá mörgu að segja... Dagarnir hér í Baunalandi líða hratt og örugglega. Ég er búin að borða jólamat þrjá af síðustu fjórum dögum. FUss... kannski tvisvar sinnum of mikið. Ég er að reyna að láta bumbuna mína hana Aðalbjörgu ekki kætast of mikið yfir svona jólaboðum. Annars er ég ekkert svakalega mikið fyrir t.d. æbleflæsk og karrýsíld. Finnst þetta æbleflæsk eitt það furðulegasta í bransanum – hverjum datt í hug að steikja epli og beikon saman... og ég held meira að segja uppúr smjöri... og svo hámar sumt fólk þetta í sig með rúgbrauði... fuss... er það nú. Sumir myndu segja að maður væri að eyðileggja eplin, aðrir beikonið. Veit ekki í hvaða flokk ég er. Fór sem sagt á julefrokost í skólanum á fimmtudaginn. Þar var mér m.a. tjáð að ég væri furðuleg og ætti furðulega vini. Líf og fjör... en ég tek svona skonsum ósköp vel. Svo fór ég í julehygge með síldinni, fríkadellum og félögum heima hjá Trine á föstudaginn. Það var alveg fínt og endaði í Boxaradönsum á Musikcafeen. Það má ímynda sér svona doldla missy elliot takta við tja... man ekki hvað.
Svo var ég sérdeilis dugleg á laugardaginn. Fór á Jose Gonzales sem var mjög ljúffengur og fékk mér einungis tvo drykki! Ég er orðin svo mikil anti-djammstelpa að það er bara yndislegt. Átti því afar ljúfan sunnudag án þynnku, þar sem rölt var um bæinn í mjög svo heilbrigðu ástandi og endaði svo í jólamat hjá Dorte og Keld. Það er langt síðan ég hef prófað að eiga svona ferskan sunnudag hér í Århusinu. Skál fyrir því!
Já, hversdagsleikurinn er svolítið einsleitur. Ekki beint það áhugaverðasta að gerast í lífi manns. Maður getur ekki einu sinn sagt frá ruglinu í rokkinu í Århus City... sér í lagi vegna þess að frúin stefnir á niðurskurð í djammi og bjórkaupum. Jæja...
Góðar stundir...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe.. ég var einmitt á jólahlaðborðið sl. föstudagskvöld og það eina sem ég fékk var tandoori kjúklingur... sem mér finnst eitthvað ekki jólahlaðborðslegt... en ég missti af aðalréttunum því að við vorum í perlunni og hún snerist svo hratt og ég týndi matarröðinni.. jamm...

los hlussos

1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home