laugardagur, janúar 08, 2005

Söknuður

Ég setti mér ekki nein alvöru áramótaheit í þetta skiptið. Í stað þess setti ég mér fjórðungsheit með möguleika á endurskoðun í lok hvers fjórðungs. Fyrsta fjórðungsheitið er þrískipt – búa sjálf til sushi, fara meira í bíó (en ekki á vondar myndir... fór nefnilega í fjölskyldubíó á ógeðisstuðmannamyndina um jólin og ég er enn eftir mig) og kaupa mér örbylgjuofn á útsölu svo ég geti poppað. Ég var nefnilega að panta fleiri stöðvar í kabaltívíinu. Afleiðing af þessu fyrsta fjórðungsheiti er að ég mun vonandi nota fleiri tíma í rólegheitum og fyrir framan sjónvarpið með popp og meððí en á knæpunum.
Er strax komin þriðjung leiðarinnar. Keypti mér örbylgjuofn á útsölu í Føtex sem hljómar eins og traktor. Ég á líka vegavinnuvélavideo. Það þarf að botna græjurnar þegar maður videóast.
Er núna bara róleg heima á föstudagskveldi. Hefur ekki gerst í langan tíma hér í Baunalandi held ég. En mun vonandi gerast oft á þessu ári. Drullan er öll að fara, búin að laga til og borða yfir mig af poppi. Er svo að undirbúa smá mat fyrir morgundaginn. Ekkert fansí. Ætla að gera kartöflusúpu með spínati, pestó og tómatsalsa, salat og baka ólívubrauð. Svo verður boðið upp á Bounty köku (uppskrift í boði frú Hrafnhildar) í eftirmiðdaginn. Ég er semsagt að gerast húspiparfrú.
Ég er búin að vera heldur glöð undanfarna daga með seinaganginn í danska lífinu en nú er föstudagur og þá er ég allt í einu ekkert svo glöð með hann. Væri alveg til í að vera á barnum með Svönu litlu á Íslandi... hún er einmitt í þessu að spila popppunktinn góða á leið á barinn með góðu fólki... ég gæti líka verið með henni Eibbu minni eitthvað að stússast... en það verður víst að bíða betri tíma. Ohh... söknuðurinn. Kannski hefði ég átt að segja já við út-að-borða ferð í kvöld, það hefði dregið athygli mína frá þessum söknuði. En örbylgjuofninn heillaði meir. Lifi ljúfar stundir...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef það kætir þig eitthvað snúllan mín þá var ömurlegt á íslenska barnum um helgina...og hef ég tekið þá ákvörðun að hætta mér ekki í annan barleiðangur í langan tíma...það var að vísu voða gaman hérna heima í popppunkti...svo gaman hjá okkur að spreyta sig að lögginn kíkti í heimsókn...en það er annað mál....íslenski barinn ojojoj...

8:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home