mánudagur, janúar 10, 2005

Veðurfréttir og annað spennandi

Allt vitlaust í Dene um helgina. Orkan og alles... Ég gerði nú bara grín af vinum mínum sem voru með svo miklar áhyggjur. Daninn er doldið áhyggjufullur svona í det hele. Það var ekki vinsælt og sé ég það núna að þetta var nú eilítið meira en maður hélt. Það er nú aðallega af því að Danir byggja ekki húsin sín almennilega held ég... og þó... greyin eru bara ekki vanir óveðri. Var með smá mat fyrir nokkrar vinkonur mínar og Solveig ætlaði t.d. varla að þora að fara út úr húsi en kom svo kannski af því að ég var búin að gera svo mikið grín af henni. Já, já.. veðurfréttir. Alltaf spennandi.
Annars var veðurkvöldið mikla mjög notalegt. Ég og Dorte vorum bara að dúlla okkur að malla mat og köku í eftirmiðdaginn og svo kom restin og við áttum góðar stundir með mat, víni og öli. Kartöflusúpan með öllu dótinu fékk mjög góða dóma sem og kakan... svo ég er ekki alveg glötuð í eldhúsinu þrátt fyrir pásu frá húsungfrústörfum undanfarna fjóra mánuði. Gott að fara af stað í eldhúsinu með einhverju auðveldu. Svo sváfu Dorte og Trine heima og við hegðuðum okkur eins og táningsstúlkur á handboltatúrneringu... mjög skemmtilegt. Tímarnir eru aldeilis breyttir. Við erum svo fullorðnar eitthvað m.v. á síðasta ári. Við Trine minntumst þess þegar við vöknuðum í annarlegu ástandi með einhverja ókunnuga karlmenn liggjandi í geisladiskahafi í íbúðinni minni fyrir ári síðan, með ókunnugt hjól fyrir utan hjá mér (bý á 2. hæð), kærastann hennar Trine hálfan til fóta og rauðvín uppum alla veggi. Uss.... Alveg Kreisí sem fyrrihluti síðasta árs var. Gott að þessi djamm- og drykkjutími sé yfirstaðinn. Maður er orðinn svo helvíti dannaður... kannski kominn tími til.
Já, og ég trúi því nú ekki að íslenski barinn sé orðinn ojojoj... fannst hann nú alveg ágætur þarna um daginn. Sérstaklega í restina. Kannski ertu bara að hugga mig? En eitt er víst að 101-landið er nú aldeilis betra en 8000-landið hér. Allaveganna í myrkrinu á barnum.

2 Comments:

Blogger skuladottir said...

Ekkert smá dugleg skvísa... Tókst ekki kakan rosa vel??

10:41 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Kakan tókst með miklum ágætum takk fyrir. Með auðveldari kökum sem ég hef bakað!!

11:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home