mánudagur, janúar 17, 2005

Ljúfa Kaupmannahöfn...

Góandaginn. Nú er helgin búin og er það mikið mis. Sakna hennar strax. Hélt til höfuðborgarinnar á föstudaginn ásamt Dísu skvísu. Ástæðan var Kavoshittingur. Stjáni og Stella eru búin að vera þar síðan í haust en fara frá cph í lok janúar. Það var því ekki seinna vænna en að hitta þau núna. Þau eru mjög heppin... eru að fara að ferðast fullt. London, Ítalía, Sviss og Bandaríkin... á fjórum mánuðum!!! Áttum við alveg æðislega skemmtilega helgi. Vorum ekki komnar fyrr en seint á föstudagskvöld svo þá voru bara teknir nokkrir öllarar og spjallað frameftir. Hygge, hygge. Á laugardaginn þrælaði ég Dísu út í bænum. Ekki að henni finnist það leiðinlegt... og uss... þvílíkur munur á búðunum hér og í Kaupmannahöfn. Á meðan sinntu froskarnir tveir hússtörfum og öðrum málum. Ég var alveg sjúk í allar litlu fínu boligbúðirnar eins og vanalega. Elska þær. Svo eru genbrugsbutikkerne á allt öðrum standard í cph. En þar sem ég á bara feitan yfirdrátt var lítið straujað. Ég myndi örugglega fara á hausinn ef ég myndi búa þarna. En yndisleg er hún þessi blessaða borg. Mig langar að flytja þangað. Svo var sett í Kavoshitting á laugardagskveldið. Þórir og Védís komu með litlu sætu Auði Ísold og við borðuðum ooofboðslega góðan mat. Chili sin carne og svo sojaís með calvadoslegnum kirsuberjum í eftirrétt. Mmmm.... svo gott, svo gott. Var mikið drukkið og spjallað... og skyndilega var klukkan orðin alltof margt. Eiginlega of margt til að komast á barinn. Kíktum þó á nokkra bari á Nørrebro sem voru annaðhvort lokaðir eða alltof fullir... svo úr varð bara hin ágætasta næturganga og smá meiri matur. Held ég að það hafi bjargað sunnudeginum. Engin þynnka. Húrra fyrir því. En agglaveganna... helgin var sem sagt bara best. Borðaði svo í hádeginu í gær með litlu sænsku Josefine sem flutti frá Árósunum í haust á helvíti ódýrum og ágætum mexíkönskum stað á Istedgade. Góða helvítis aðhaldið. Slúðruðum við talsvert eins og góðum dömum sæmir áður en ég stökk í rútuna til Árósanna minna. Þrátt fyrir alveg ótrúlega yndislega helgi þá neita ég því ekki að ég var mikið glöð að komast heim. Er svo heimakær. Sérstaklega urðu mikil fagnaðarlæti þegar ég sameinaðist rúmminu mínu eftir tvær nætur á tvíbreiðri vindsæng sem ég og Dísa deildum. Annars vil ég þakka Kaupmannahöfn fyrir að vera svona yndisleg borg og Stjána og Stellu fyrir að vera yndislegt fólk. Takk kærlega fyrir mig. Stóðuð ykkur eins og hetjur í gestgjafastarfinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home