miðvikudagur, janúar 12, 2005

Listos geisladiskos..

Maður gerir allt til þess að þurfa ekki að lesa bók um Lévy prósessa og óendanlega deilanlegar dreifingar eftir Ken-Iti Sato svo ég held bara áfram að lufsast til að skrifa e-ð. Merkilegt hvað ég skrifa eiginlega alltaf í þessa bók á vinnutíma. Líklega þess vegna sem ég er svona ofvirk að skrifa þessa dagana. Kem nefnilega litlu í verk í vinnunni. En þegar næsta vika byrjar verð ég ný sem blátt ský og massa þessa líkindafræði í tætlur.

Hef heyrt að fólk er víst ekki alvöru nema það komi með e-a topp fimm lista eftir áramót. Þetta sér maður útum allar trissur og tussur. Minn topp fimm listi yfir uppáhalds geisladiskakaupin mín á árinu er:
1. Deerhoof – Milk Man
2. CocoRosie – La Maison de Mon Reve
3. Joanna Newsom – The Milk-Eyed Mender
4. Modest Mouse – Good News for People Who Love Bad News
5. Jens Lekman – When I Said I Wanted to Be Your Dog
Deerhoof kynntist ég á bestu tónleikum ársins í ágúst á Spanien 19C og þá var ekki aftur snúið. Mikið klikk og mikið gaman. CocoRosie kynntist ég í lok nóvember og varð mikið ástfanginn. Hefur þessi diskur verið í stanslausri spilun síðan ég svo keypti mér gripinn. Þær spiluðu víst hér í Århus C meðan ég var í Australia... snökkt. Joanna Newsom er ævintýraprinsessa. Hörpuleikurinn fær mig til að gráta gulltárum. Hún kom líka til Dene þegar ég var downunder... meira snökkt. Modest Mouse gaf mér einu af bestu poppplötunum mínum og Jens Lekman er bara sænskur, fyndin og skemmtilegur. Mjög góð lýsing hjá mér. Einmitt... Annars eru nokkrar skífur sem hljóma mjög vel og gætu vel drepið Modest Mouse og Jens Lekman á þessum lista... en ég hef bara ekki enn komist í að kaupa þær.
Annars er ég búin að vera hlusta á alla íslensku diskana sem ég fékk með mér frá Íslandi. Mugison er soldill snillingur og Hjálmar líka ansi skondnir. Svo finnst mér hann Þórir alveg hreint ágætur. Samt mjög fyndið að hann syngur nánast alveg eins og félagi minn hann Jacob Faurholt. Þeir nota allaveganna röddina alveg ótrúlega eins. Athyglisvert... Ekkert svo mjög ósvipuð tónlist líka. Finnst þó Þórir aðeins betri en bíð þó spennt eftir að platan hans Jacobs og Sweetie Pie Wilbur (Trine&Kasper) komi út... Þetta verður örugglega mjög fínt hjá þeim þegar allt kemur til alls enda hafa þau víst mikið verið að breyta og bæta undanfarna mánuði.
Er bara heima í dag að "vinna". Helvíti ljúft en ekki mjög arðbært... held ég fari út í storminn og kaupi mér alvöru kaffi. Ég á ekkert slíkt þessa dagana. Mig langar í kaffivél.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home