fimmtudagur, janúar 13, 2005

Ég er eðlileg

Örsjaldan finnst mér ég þó vera óeðlileg. Í gær minntist Hrafnhildur á það að ég myndi alveg ótrúlegustu hluti frá fortíðinni. Held meira að segja að hún hafi sagt með bros á vör að ég væri kannski bara einhverf. Jamm... Þetta er reyndar alveg rétt (þó ekki að ég sé einhverf). Man asnalegustu hluti eins og þeir hafi gerst í gær. Einn laugardag í júlí 1995 milli kl. 03-06 í miðbæ Reykjavíkur átti sér stað eftirfarandi samtal... osv... Líka stórar stundir eins og þegar ég varð unglingameistari í stökki fyrir 10-12 ára ásamt Hröbbu (sem hún man ekkert eftir). Var að spá í af hverju. Kannski hefur líf mitt bara verið svona óttarlega óspennandi og leiðinlegt að ég man alla hluti sem er oggu pínku ponsu lítið varið í. Eða er ég bara með svona gott minni? Eða kannski man ég þessa hluti af því að ég spökúlera oft alveg alltof mikið í hvað ég og aðrir eru að gera og segja? Hugsa stundum of mikið og á stundum virðist meirihluti af lífi mínu eiga sér stað í draumaveröldinni í stað raunveruleikans. Einkennilegt finnst mér þó að til eru nokkur tímabil sem eru afar svört, en flest eru þau nýleg. Svo man ég t.d. ekkert frá því ég var lítil. Held alltaf að fólk sé bara að ljúga þegar það er að segja sögur af sjálfum sér frá því voru fimm ára eða eitthvað... eða að foreldrar þeirra eru búin að segja þeim svo oft frá sögunni að sá hinn sami býr til einhverja mynd í hausnum á sér og finnst því að hann hafi upplifað gjörninginn. Í gegnum tíðina hef ég líka munað hvað ótrúlegasta fólk heitir. Það þarf bara að segja mér nafn og benda. Þá er það skráð. Þetta getur verið mjög óþægilegt, hallærislegt og í raun hundleiðinlegt því öllu má nú ofgera. Þetta er e-ð að breytast. Þokukenndu tímabilin í lífi mínu eru t.d. frekar nýleg og ég virðist verða ómannglöggari með hverju árinu. Ætti ég að fagna því? Nei. Þetta er orðið svo slæmt að ég er farin að heilsa fræga fólkinu ef ég átta mig ekki á því strax að um selebretí er að ræða. Held bara að þetta séu einhverjir kunningar. Søs úr Krønikken (held ég) varð fyrir barðinu á smæli og nikki frá mér á Aros í þegar ég var að skoða sýninguna hans Ólafs Elíassonar. Vatt mér einnig upp að tveimur meðlimum Kashmir (held ég) á stofunni sem kennd er við öl um jólin eins og versta grúpppía (ég er samt allt annað en áhangandi kashmir). Þetta gerist þó nánast aðeins þegar ég er mikið utan við mig eða búin að fá mér nokkra drykki.
Jæja... þetta er orðið afar langt og vont en mig langar að enda á því að gleðjast yfir frammistöðu íslensku drottningarinnar í SK Århus. Fór á kappleik í handknattleik ásamt Kollu Valsstúlku og fyrrverandi nemanda mínum og Guðrúnu Gyðu Kollusystir. Var það mikið gaman enda hef ég ekki farið á kappleik í langan tíma. Sá hetjuna þrusa sjö sinnum í netið og vera kosin maður leiksins og alles... þrátt fyrir að hún hafi einungis fengið sirka 30 mín í sókninni. Júbbí fyrir Hröbbu!!!
Góðar stundir.

2 Comments:

Blogger skuladottir said...

Þú ert svo mikill snillingur.. En veistu hvað ég man fullt frá því ég var 4-6 ára... Við erum greinilega bara eitthvað öðruvísi einhverfar ;-) Og Krissa mín ég mundi alveg eftir unglingameistaranum þegar þú minntir mig á það... Spáðu í ef að við kæmumst yfir vídeó af þessu mómenti....

12:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha unglingastökksmeistari .. mér finnst það alger snilld...

8:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home