miðvikudagur, janúar 19, 2005

Populær musik fra Vittula...

Fór á Populær musik fra Vittula í gær í uppáhaldsbíóinu mínu – Øst for Paradis. Ótrúlega skemmtileg mynd. Fyrir þá sem ekki vita er þetta sænsk mynd gerð eftir bókinni Populær musik från Vittula eftir Mikael Niemis. Bókin las ég fyrir ári eða tveimur en hún situr enn fast í mér. Fannst hún nefnilega alveg frábær. Ein af skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið undanfarin misseri. Það var þess vegna alveg frábært hversu myndin var trú bókinni. Gæti haft mikið að gera með að maður er búin að lesa bókina í klessu. Held að það sé öruggt að höfundurinn hafi verið vel með í skrifa handritið. Hann ljáir myndinni líka rödd sína sem sögumaður held ég. Við vorum nú samt kannski smá óþolandi í bíóinu í gær... byrjuð að hlæja áður en sum atriðin voru komin alveg af stað... ferlega hallærisleg og glötuð... nei, nei... held nú að það hafi bara gerst tvisvar. Bókin fjallar um tvo drengi sem alast upp í Tornedalen í Norður-Svíþjóð á sjöunda áratugnum. Ótrúlega skemmtilegt sögusvið þar sem Pajala (bærinn sem þeir alast upp í) er svo langt í norðri að hann er “næstum” finnskur, en samt ekki. Tilheyrir því í rauninni engu landi... ef hægt er að segja það. Já... ekki að ég ætli að rekja þessa sögu, en myndin fjallar sem sagt um uppvöxt þeirra vinanna, drauma, sigra og vonbrigði... hahah...., þegar allar nýjungarnar og rokk&ról ná lengst upp í Norður-Svíþjóð eftir þá þróun sem varð eftir stríð. Ég er nú frekar mikill spassi þegar að tjáningu og rituðu máli kemur... svo ég ætla nú ekki að skrifa mikið meira. En ég mæli eindreigið með þessari bók. Og myndinni. Helber snilld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home