fimmtudagur, janúar 27, 2005

Krissa massi talar frá Århus City

Nú er kellingin með strengi og alles. Hún Matthildur, stúlkan sem ég fór til í íslenskt stelpuboð um síðustu helgi, hjálpaði mér af stað í ræktinni í vikunni. Hún kann sko allskonar trix. Góð stúlka að nenna að hjálpa hálf ókunnugri fitubollu. Er búin að taka þetta með trompi síðustu þrjá daga... en allir vita hvernig trompið verður að Svarta-Pétri þegar dagarnir líða. En hver veit. Kellan gæti gert gott mót og orðið jafn sterk og kúl og Gyða Sól eftir nokkra mánuði. Djöfull yrði það flott!!! Allaveganna eru buxurnar mínar strax farnar að sprengjast utan af mér útaf massanum.
Annars líða dagarnir hratt og örugglega þessa dagana og undan fáu að kvarta. Er búin að kenna eins og mófó í vikunni þar sem ég er að kenna fyrir Dísu líka í þessari viku og hún er líka að kenna tvöfaldan skammt.... æðislega gaman að vera svona stressaður og alltaf með þessa tilfinningu að maður sé að pissa í sig. Ætla aldrei að læra að vera róleg yfir þessari blessaðu kennslu. Er búin að vera frekar dugleg að vinna en er búin að gera margt annað skemmtilegt líka. Fór í hangikjöt til Gerðu í gær... nammi-nammi-gúff-gúff. Fór svo í hygge í kvöld með Monicu, Louise og Monu vinkonu hennar á Emmerys í kaffi og meððí og svo skelltum við okkur í Øst for Paradis á “Die Geschichte vom weinenden Kamel” eða Söguna um grátandi kameldýrið. Mjög sæt þýsk/mongólsk heimildarmynd um líf fjölskyldu í Gobi eyðimörkinni. Ótrúlega sérstök þessi gamla menning. Hjá þeim fæðir kameldýr unga sem er albínói og vill dýrið ekkert með hann hafa. Allt voða sorglegt. En juuu..... þau eru svo miklar dúllur þessi dýr... og sérkennileg. En nóg um það.
Annars er ekki von á mikið af spennandi efni með þessu áframhaldi. Ekkert skemmtilegt eða kreisí gerist þegar maður fer á ljóshraða inn í heilbrigðu og skynsömu veröldina.... eins og hún Jóhún segir – eintóm leiðindi þegar maður er búin að eiga tvær djammlausar helgar. En hver veit hvernig helgin endar. Ætla allaveganna að fagna með Dísu skvísu á morgun og fá mér örfáa. Hún er nefnilega að fara í qualification exam í morgun. Júbbí!!! Svo langar mig nú líka oggu pínku ponsu að kíkja á nýjasta skemmtistað Århus C - Súkkulaðiverksmiðjuna. Verði stuð.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja stelpa!!

Er mín bú ad vera dugleg ad mæta í ræktos?

Ég vil sjá smá action;)

kv Matthildur

10:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er búin að vera alveg kreisí í ræktinni skal ég segja þér frú Matthildur! Verð örugglega komin í ólympískar áður en ég veit af. Er samt ekki alveg að ná þessum axlar- og brjóstæfingum sem þú talaðir um :-(

5:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nei thá hittumst vid bara á fimtud. næsta og møssum thad:)

kv Matthildur

11:41 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

það væri súper... takk vinan! þú lætur mig þá vita hvenær þú ferð...

5:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Helduru ekki bara að þriðja djammalausa helgin sé að taka endi hjá jóhenni....alveg hreint svakalegt...sonurinn alltaf að keppa í boltanum og mamman fær ekkert að sofa út....heldurðu að þetta sé hægt...svo á hann afmæli næstu helgi þannig að ekki verður mikið gert þá.

8:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home