mánudagur, janúar 24, 2005

Plan B

Ég byrjaði daginn mjög virðulega. Sagði leiðbeinandanum mínum sannleikann. Ég er aumingi. Nú er ég hinsvegar að gera hundleiðinlegar og tímafrekar hermanir og er ælan komin langleiðina uppí háls. Á meðan ég bíð ætla ég að skjóta inn nýja planinu sem ég var að gera á þessum óvelkomna mánudegi.
Nú ætla ég nefnilega aldeilis að byrja að taka á því. Stefnan er sett á að vinna amk 10 tíma á virkum dögum næstu vikurnar, en 4 tíma um helgar. Hreyfa sig svona 2-4 tíma í viku. Hætta að borða kebab á nóttunni. Hætta að drekka sykrað gos. Hætta að drekka bjór í miðri viku, nema um sérstök tilefni sé að ræða. Og síðast en ekki síst... hætta að borða fyrir þrjár manneskjur. Ég er víst bara ein sama hvað raddirnar eru að segja mér. Ef þetta virkar, þá verð ég örugglega ljúf sem lamb næstu vikur. Djöfull langar mig að þetta virki.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

soldið háleit markmið hjá þér vina mín....
veit allavega að þýðir ekki einu sinni fyrir mig að hugsa um að setja mér svona markmið....þekki mig nógu vel til að vita að ég gæti aldrei náð þeim.
en gangi þér samt vel :)
kv. se..stúlkan sem hefur ekki neinn viljastyrk.

5:10 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

þetta er rétt hjá þér ljúfan... sé það núna að ég hef farið eitthvað yfir um í dag... enda komin heim og byrjuð að gúffa... en þú.... lufsastu í áætlanagerðir því þá verðum við báðar svo glaðar og nýjar konur þegar við hittumst um páskana... við getum látið okkur dreyma og á þetta reyna...

9:09 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

já stína mín... maður er duglegur að skipuleggja en það er erfitt að framkvæma!!!! Vona að þú komir e-n tímann í heimsókn til Árósanna eins og þú talaðir um jólin og þá getum við sko aldeilis rætt punkt prósessana... annars er ein bók um rúmlega pp (ekki tímaháða) eftir Peter Diggle mjög auðlesanleg og fín... Statistical Analysis of Spatial Point Patterns... æææ... þetta er orðið langt og ég held ég sendi þér bara meil :-)

11:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home