miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Ljúfa líf, ljúfa líf

Ohhh... vildi óska þess að það væri föstudagurinn góði sem nú væri að enda í stað bölvaðs miðtussudags. Er svo agalega þreytt og þarf á áfengislausri og tíðindalausri helgi að halda. Hef nefnilega verið frekar mikil dugnaðarkella í þessari viku. Vinna mikið, undirbúa kennslu, kenna og funda með leiðbeinandanum mínum. Á þeim fundum verð ég yfirleitt reið og fer stundum næstum því að gráta af því að við föttum alltaf e-ð nýtt ljótt og ómögulegt í verkefninu mínu. Snökkt... svo er ég líklega að fara að byrja á einhverju nýju verkefni með fyrrverandi doktorsnemanum hennar Evu sem á að klárast einn, tveir og núna. Grein á að vera tilbúin helst fyrir 1. mars... einmitt. Alltaf svo mikill æsingur í akademíunni. Ég á því ekkert líf þessa dagana. Komst ekki einu sinni að sjá Hröbbu keppa á móti hetjunum í Viborg í kveld. Muuu...
Er sem sagt ekki búin að gera neitt annað en að vinna í vikunni fyrir utan það að hjálpa Gerðu að flytja af 4. hæð sem er nú eiginlega íslensk 5. hæð!!! Uss... Ég og Dísa vorum bestar... vorum lengst að og fluttum mikið al-aleinar enda ég "helmössuð" og Dísa nautsterk eins og góðri sveitastúlku sæmir. Fimm klukkutímar upp og niður stiga. Er ennþá með sjúklegar harðsperrur og kúlu á hausnum eftir að ljósakróna datt ofan á hausinn á mér. Svo núna labba ég um eins og ég sé með kúkinn ullandi í rassinum á mér... svo illt er mér í líkamanum. Djöfull verður maður út úr kú þegar maður gerir ekkert uppbyggilegt... er alveg útúr kosningarbaráttunni enda hef ég ekki séð, heyrt eða lesið almennilega fréttir í marga daga. Sem sagt... þessi færsla er óþörf – ekkert gerist í mínu leiðindarskólalífi. Ætli ég muni ekki muna sunnudaginn 30. janúar sem fyrsta daginn í leiðindalífinu 2005. Með von um að ég fái snilldar stærðfræðihugmyndir og betri daga... Luvs&Knúses...

6 Comments:

Blogger eibba said...

Hæ Krissa mín, nú erum við komin heim til Dussel aftur og ég að lesa fullt af bloggi hjá þér sem ég hef ekki séð...voða gaman :) Ég hringi í þig bráðlega en kannski betra að bíða þar til það er ekki eins rosalega mikið að gera hjá þér...kannski á sunnudaginn eða mánudaginn?? Annars finnst mér ég vera miklu nær þér einhvernvegin hérna þó ég sé það náttúrulega ekkert en það er auðveldara að hringja :) knús knús
eibba

1:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að heyra í þér dúllan mín... Við getum bara mælt okkur mót á Skypinu einhverntímann um helgina?!? OK? Góða skemmtun á carnivalinu...Luv, Krissa

8:13 e.h.  
Blogger eibba said...

Ég er að reyna að finna helgi til að koma og fyrst kemur helgin 25-27 feb upp....hvernig hljómar það fyrir þig???

2:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er reyndar að fara í afmælispartí þann 25. feb... en ef þú kemur þá, þá fer ég bara stutt í afmælið!!! Myndi beila á öllu öðru skipulögðu ef þú myndir koma ljúfan mín :-)

3:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

magnaður dagur þessi 25. feb... venligst muna að vera góð við alla sem eiga afmæli þennan dag.....

12:13 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

já hann er alveg magnaður þessi dagur... ég skal hugsa afar vel til þín þennan dag og fagna þínu ammæli jafn mikið og hinu ammælinu... jafnvel meira...

4:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home