laugardagur, febrúar 05, 2005

Krúnk, krúnk í mínum eyrum...

Helgin komin af stað og ég er hlandviss um að það séu ljúffengir dagar framundan. Ætla virkilega að taka á því og njóta tilverunnar án áfengis og þynnklyndis. Fannst sko ekkert erfitt að vera heima hjá mér í gærkveldi og gera ekki neitt. Finnst það yfirleitt frekar agalegt. Er alltaf svo sjúk að fara út, fá mér drykk og leika mér. Kristjana þreif bara holuna sína, bakaði brauð, hlustaði á tónlist, horfði á sjónvarpið. Ég á reyndar ekki að baka brauð né kökur... helst bara ekkert vera að elda. Á nefnilega við það vandamál að stríða að ég borða alltaf allt gúmmulaðið med det samme og þá ég fæ magapínu og á ekkert eftir af matnum eða góðgætinu sem átti að duga mér í einhverja daga. Fitubollusyndromið sjáiði til.... Svaf svo bara út, fór í ræktina og datt svo óvart inní plötubúðina mína á horninu af því að skyndilega mundi ég eftir nýju Bright Eyes diskunum... og áður en ég vissi af var ég komin með tvo geisladiska í poka. Reyndar bara annan af Bright Eyes. Keypti svo líka hinn yndislega Elliot Smith heitinn. Skamm, skamm. Á sko nefnilega mínus peninga núna og það er bara sjötti dagur mánaðarins... ég sem var búin að lofa bankanum mínum að borga hluta af yfirdrættinum fallega. Svo var nú meiningin að framkvæma smá stærðfræði en mig langar frekar af slappa af og hlusta á nýju diskana mína. Kveldinu ætla ég ekki heldur að eyða í stæmorkn, þó svo að ég hafi tekið 10 kg af stærðfræði með mér heim úr skólanum á föstudaginn. Ætla frekar að fara í hygge með Dorte og Monicu. Matur, dvd og stelpuspjall án gleðivatns. Hlakka svo til að vakna sunnudagsmorgun sem hressasta Kristjana áður en geðsjúki maðurinn, sem hringir kirkjubjöllunum hérna við hliðiná, fer hamförum í bjöllugjörningnum sínum.
Já. Annars vona ég að þessi krunk sem eru búin að vera í eyrunum mínum undanfarna viku séu ekki fylgifiskar nýja lífernisins. Það eru örugglega litlir, grænir krummar sem sitja á hljóðhimnunni minni. Þeir eru sko ekki búnir að vera uppáhalds hjá mér síðustu daga. Verð þess vegna að hafa eitthvað stanslaust í eyrunum - e-ð til að yfirgnæfa krúnkin.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja.. hvernig fór svo helgin????

10:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home