miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Árið...

Af hverju er ekki til námskeið í að kenna manni að spara í FOF? Eða kenna manni að fara hóflega í netkaupum. Það eru sko allskyns einkennileg námskeið þarna eins og t.d. námskeið í stefnumótum á internetinu... Kursus i netdating... hljómar spennandi.... Maður ætti kannski að kíkja á það... hahaha.... Væri nú til í að sjá hvernig fólk fer á námskeið í því – algjör veiðipottur!!! Agglaveganna... Það er ekki liðin meira en vika af þessum mánuði og ég er til að mynda búin að eyða 1100 dkr í geisladiska... og líka upphæðum sem gætu orðið himinháar í eitthvað kast sem ég tók á ebay um daginn. Fussumsvei... Nú skal sparað. Hafragrautur, rúgbrauð og gulrætur í öll mál. Nammi-namm. Það er nú ekki mikil birta yfir þessu... en innst inni hef ég örugglega gaman af þessu... fyrst að ég get ekki komið mér útúr þessum vandræðum.
Annars segi ég bara gleðilegt nýtt ár. Nú er það ár hanans sem ætlar að vera okkur sérdeilis gæfuríkt. Jú... Hann Lúkas sæti er eins árs í dag. Til lukku með drenginn fagra Eibba mín!!! Vildi óska þess að ég gæti komið í afmælishlaðborðið hjá þér...
Og eitt til.... sorgleg útkoman úr kosningunum í Dene í gær. Ekki að þetta hafi komið eitthvað á óvart. En mér finnst aaaagalegt að Dansk Folkeparti sé orðinn svona stór flokkur hérna... Fokk Pia Kjærsgaard.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú átt nú bara eftir að prumpa endalaust ef þú borðar bara hafragraut, rúgbrauð og gulrætur... má ég þá frekar mæla með smá nammi... sirrí

9:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home