mánudagur, febrúar 07, 2005

Fokk the internet

Heeelvítis kona, hve heimsk geturðu verið?
Ég hata internetið. Í alvöru... óþolandi kelprakuntu net. Í makindum mínum var ég að kíkja hvað þeir á cdon.dk ættu og hvað það kostaði... og skyndilega þá var ég bara búin að kaupa fyrir 500 dkr.... SJÆSE! Það er alltof auðvelt að ýta á þessa takka og staðfesta... krossfesta. Ætlaði bara rétt að tékka hvað nokkrir diskar sem mig langar í myndu kosta. Byrjaði í 1300 dkr... eins gott að ég ýtti ekki þá á ljóta enter-takkann. Djöfuls....
Keypti til að mynda nýja diskinn með Low og líka box-settið með B-sides, DVD og allskyns áður óútgefnu efni.... og einn gamlan Nick Cave disk sem ég er búin að týna... verð að eiga hann. Asskotans vesen... hefði alveg getað beðið með þessi kaup fram í næsta mánuð. Er nú búin að bíða eftir að kaupa þetta box í nokkra mánuði. Svo er annað vont við þetta net. Pantaði Animal Collective diskinn nýjasta fyrir löööööngu síðan á cdon en þeir áttu hann ekki og eru alltaf að senda mér meil... hann kemur.... hann kemur... því miður... en hann kemur... Fokk jú cdon. Svo nú þarf ég að bíða og bíða og bíða... af því að maður má ekki taka pöntunina til baka. Ömurlega pirrandi... diskurinn er nefnilega til í litlu plötubúðinni á horninu. Spurning um að kaupa hann bara og gefa hinn bara í einhverja gjöf... Djöfull getur maður verið sjúkur. Reiða, spreðandi Kristjana talar frá höfuðborg Jótlands...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home