laugardagur, febrúar 12, 2005

Úpps....

Vonandi sá enginn að ég skrifaði doldið mjög heimskulegt í gær... Ég er sprogspasse dauðans. Lúðakelling... Annars er aldeilis notalegur þynnkudagur í dag. Fór í gær á Musikcafeen með Kasper og Jacobi... á meðan vinkonur mínar fóru að sjá sænsku popparana. Byrjaði vel, skemmtilegir tónleikar og ég var mjög róleg þangað til að ég hitti fyrrverandi kærastann hennar Trine... Ég og Tore höfum oft haft það skemmtilegt saman í djammsinu í gegnum tíðina. Eftir tónleikana sannfærði hann okkur um að það væri mun hagkvæmara að fara í frændabúllu og kaupa flösku af vodka öll saman en að fara beint á barinn og kaupa fleiri g&t og bjóra. Mjög táningalegt og ég sem er að reyna að verða fullorðin. Uss... Okkur fannst þetta stórsniðugt þá, en þetta endaði náttúrlega með ósköpum. Heimskulegt. Það er eins og að fara út snúist bara um að vera drukkinn, sem er náttúrlega hinn mesti misskilningur. Að fara á barinn snýst um hygge. Það var nú ekki mikil hygge yfir þessu hjá okkur. Urðum agalega vondir skemmtikraftar og grey ástkonan hans Kaspers með þrjú börnin þurfi að horfa upp á okkur svona heimsk. Þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem við hittum hana. Skemmtileg first impression... Sem betur fer fórum við og hittum hitt fólkið okkar á Voxhall og Monica var svo góð og sá hvert stefndi og sannfærði mig um að við skyldum bara fá okkur kebab og fara heim. Ohhh hvað ég var glöð í morgun að ég fór heim. Í morgun var bara legið í leti og við Monica slúðruðum og borðuðum kanelsnigla og bollur frá Emmerys... mmm.... Besta lífræna bakarí í heimi. En nú er hygge-tíminn búinn. Monica á leið á þynnkustefnumót og ég á leið á stefnumót með dæmaskömmtum næstu viku. Júbbí... þessi kennsla er að gera útaf við mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home