föstudagur, febrúar 11, 2005

Rætur vandamálsins fundnar...

Gleðilegan föstudag. Ég held ég sé búin að uppgötva af hverju ég er svona kaupsjúk þessi misserin. Spreðdrottningin sem ég er, sér að þessir vetrarmánuðir eru bara súrustu súru og manni leiðist smá... alltaf. Kannski ekki alltaf, en næstum alltaf á vikudögunum. Já, hvað gerir maður til að gleðja lítil hjörtu sem fela sig í myrkrinu? Jú, maður kaupir og svo kaupir maður svolítið meira. Og kannski oggu pínku ponsu meira. Þetta er konuvandamá og er nú mjög augljóst, en fattarinn minn er víst ekkert mjög öflugur. Ég er svolítið ljóshærð og slow. Jamm. Sé það allaveganna að þegar ég er bissí krissí í allskyns félagslegum gjörningum, þá þarf ég ekkert á nýjum efnislegum hlutum að halda. Þá er bara luv, pís and happiness.... ohhh… ég hlakka svo til að fá vorið mitt.
Núna ligg ég í holunni minni með dúnsængina hana Dolly, hvíli lúin bein og veikt hjarta meðan ég stelst á þráðlausa net nágrannans. Ljúfir tónar Bonnie “Prince" Billy og Matt Sweeney ylja mér um hjartarætur, en það er aldrei of oft sagt að Will Oldham er snillingur. Hann gæti nú gert það svolítið erfitt fyrir mig að komast í gírinn, en ég á víst að vera mætt í bjórdrykkju akkúrat núna. Það á að hlusta á tónlist í kvöld. Það er nú ekki eins og það sé oft mikið að gerast í Århus C, en í kveld eru margir tónleikar í gangi. Alveg dæmigert... og ég varla í skapi til að skvetta úr klaufunum. Vetrarþunglyndið eitthvað að angra mann. Hin sænsku og geðþekku popparar úr First Floor Power ætla að gleðja fólk á Voxhall. Er búin að sjá þau alltof oft undanfarin ár. Saturday Looks Good to Me frá Amríkunni eru að spila á Musikcafeen og á víst að minna á t.d. Belle & Sebastian og Magnetic Fields. Það finnst mér meira spennandi þó svo ég þekki þennan spilahóp ekkert. En allt mitt fólk ætlar líklega á Voxhall svo ég get ekki valið hvort ég á að sjá... Ohhh...
Góðar stundir...

1 Comments:

Blogger eibba said...

Mikið skil ég þig í peningaspreðinu...ég er alveg að gera útaf við manninn sem vinnur fyrir peningunum mínum því það virðist mest allt fara í mína eyðslu :)
eibban spreðsjúka

11:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home