þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ojjjj....

Ojbaraullabjakk-veður. Viðbjóðs danska vetrarveður. Mér hefur sjaldan langað jafn mikið að vera á bíl hér í danska landinu. Er yfirleitt mjög sátt við ömmuhjólið mitt, en nú ofbýður mér. Hér er frussupussurok og snjókoma og að hjóla niður stóru brekkuna er eins og að skíða í Bláfjöllunum góðu í blindbil. Þarf skíðagleraugu í þessa vitleysu. Svo frjósa hjólin líka. Get ekki skipt um gíra útaf frostinu. Maður er líka í lífshættu. Þegar strætóarnir keyra framhjá manni þá eru þeir aldeilis að mínimera fjarlægðina að gangstétt, sem gerir það að verkum að maður er alveg klemmdur milli strætó og gangstéttar. Nú eru ennþá doldlir snjóskaflar við gangstéttirnar og áðan þá slædaði ég alveg geðveikt og var næstum því lent undir strætó - fótbrotinn og höfuðkúpubrotinn... ef ekki e-ð verra. Held ég skipti kannski bara yfir á þessa tvo jafnfljótu þangað til vetrarófögnuðurinn verður drepinn. Nenni samt bara ekki að labba á milli staða. Er svo óþolinmóð.
Já, já... Annars er ég komin með rækt í hárið. Beilaði á tískuklippingunni. Verð bara að bíða þar til Svanfríður gefur mér eina slíka.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

híhí.. farðu varlega á hjólinu kelling.....

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

svo gott að vera með svona rækt í hárinu finnst þér ekki?

7:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home