laugardagur, febrúar 19, 2005

Kona með hor í nebbanum sínum talar...

Eitthvað að gerast? Neeejjj... Eina sem ég er búin að gera er að finna nýjan lúða inní mér. Skringslið var í heimsókn um daginn að stela geislabaugadiskunum mínum. Það endaði í svaðalegu lúðasessjóni. Sátum samhliða með tölvurnar okkar á ólöglegum þráðlausum netum og hún kynnti mig fyrir veröld html-kóða og teljara. Stemmningin var svona eins og á netkaffihúsum þar sem litlir, sveittir og graðir drengir spila tölvuleiki 24-7. Uss... Hún er ekkert smá fær í þessum bransa. Fannst hún tala tungum á tímabili. Spennandi virtist þessi veröld vera, en ég held ég hætti mér ekki útí þennan heim. Prísa mig sæla að geta loggað mig inn og útaf blogger án vandræða.
Annars byrjar gleðihelgin mín í dag. Í gær var ég nefnilega bara heima slefandi með hor. Þurfti að spara mig fyrir daginn í dag af því að ég er örlítill laslingur. Reyndi að vera dugleg að halda áfram að reyna að klára New York Triologíuna hans Paul Auster. Er bara svo vitlaus að ég er að lesa hana á dönsku (veit ekki ennþá af hverju) og þá tekur þetta doldið lengri tíma en ella. Já, já... Stórafmæli í kvöld. Stelpupartí og kokteilar. Klikkar ekki. Ætlaði að kaupa geisladisk í gjöf. Ég er alltaf svo frumleg. Hann var uppseldur. Fann þá annan sniðugan. Uppseldur. Finna. Uppseldur. En Bjørn i Badstue Rock var svo góður að finna allskyns áhugaverða diska fyrir mig... Endaði á að kaupa Antony and the Johnsons - Like a bird Now. Ég varð alveg heilluð og keypti svo líka einn handa mér :-) Er klikkuð. Sá sem syngur er hermaphrodite!!! Agalega einkennilegt. Ætli hann fari ekki í harða samkeppni við Khonnor og Matt Sweeney & Bonnie "Prince" Billy... sem ég hlusta bara á þessa dagana. Fyrir utan það elski Bonnie, hann er svo mmmm... þá er þessi Khonnor-diskur algjör snilld. Ótrúlegt að 18 ára gaur hafi gert þessa plötu. Ekkert smá indæl. Veit ekki hvernig maður á að skilgreina þessa tónlist. Þoli eiginlega ekki skilgreiningar. En þetta er það sem sérfræðingarnir vilja kannski kalla folktronic (nýtt orð sem ég var að læra) með allskyns flottu gítarsuði og lúppum. Tíhíhí... Djöfull er maður smart í bransanum. Ég er algjör wannabe.
Ég er komin út á hálan ís... blaðrandi um eitthvað sem næstum öllum þeim fáu sem lesa þessa síðu er skítsama um. Ég ætla að reyna að sleppa því framvegis... Ég hef bara svo lítið að segja. Lífið er sykurlaust.
Með von um að þjálfinn hennar Eibbu sleppi henni til Dene,
Kristjana

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home