miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Vanilla Ice vs. Milli Vanilli

Já góða kvöldið… Nú er hreingjörningakveld. Það drífur nú ekki mikið á daga mína hér í vetrarríki Margrétar. Já, já... Það eru ennþá hvít áklæði á bænum mínum. Notalegt og þó... maður getur nú ekki gert mikið við þennan snjó í þessu flatlandi. Ég er búin að vera föst í vannillustígvélum undanfarna daga því hér er ófærð á danskan máta. Er því afar fótsveitt þessa dagana. Danirnir væla dáldið mikið yfir þessu. T.d. ýmis söfn og stofnanir sem eru vön því að fá helling af fjölskyldum í heimsókn í vetrarfríinu. En blessuð börnin vilja nú frekar leika sér í snjónum. Djöfuls vælukjóar, væla yfir að þeir tapi péningum á snjónum. Já, já... afar áhugavert. Einmitt. Svo ég sé kannski frekar löng í spunanum þó stutt eigi að vera þá kem ég aftur að vanillunni. Ég borða vanillujógúrt eins og óð sé. Jógúrt kemur frá Tyrklandi. Jógúrt er góð, en ekki Tyrkland. Hér ilmar líka allt af vanillu. Það gerir það að verkum að ég verð líka sveitt í nefninu vegna þess að ég fæ ógeð af svona lykt ef hún er of lengi í loftinu.
Jööösús... nú hætti ég. Er alveg orðlaus yfir þessari gúrkutíð í blögginu.
Frú vanilla sendir ykkur kveðju.


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

híhíhíhí

1:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér leiðist nú ekki að lesa bloggið þitt og þætti ekki leiðinlegt þótt meira væri af því.

Girl, you know it´s true!

5:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home