mánudagur, febrúar 21, 2005

Mánudagshressleiki

Þessi helgi var hor, hóstaköst og höfuðverkur blandað saman við rólegt og notalegt afmælisboð hjá Monicu. Var í rauninni svo rólegt að ég þurfti nauðsynlega smá hressleika og fór þess vegna að hitta Kasper og strákana hans niðrí bæ eftir afmælisboðið. Náði restinni af einhverri elektróniku í boði ljud. Ég held að höfuðverkur gærdagsins sé afleiðing af viðbjóðis blikkljósum þar á bæ, ekki áfengum vökva.
Annars kvíði ég vikunni örlítið. Mikið að gera og ég alls ekki svo frísk. Ekki á ég eftir að lagast við rauðvíns- og bjórdrykkju. Þannig er einmitt seinnipartur dagsins í dag skipulagður. Fussogsvei...
Eivor... Hvernig er annars staðan hjá minni????? Koddu kelling.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hi honey..fyrirgefðu að ég hringdi ekki en ég var bara svo þreytt að ég fór að stofa með lúkasi...annars gerðum við jafntefli svo það er ekki svo gott og núna er lúkas veikur, með háan hita og ælandi öllu :( Ég hringi í þig á morgun
eibba

10:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home