föstudagur, febrúar 25, 2005

Til lukku Sirrí mín...

Hafiði heyrt söguna af konunni sem vaknaði einn vondan veðurdag á 29. aldursári og uppgötvaði að hún væri á rangri hillu í lífinu? Sagan endurtekur sig.

Jamm og já. Keypti óvart þennan Emilíönu Torrini disk um daginn. Verð nú að segja það að hann er alveg hreint ágætur. Ekkert gífurlega spennandi kannski, en fullt af fínu dóti. Heyrist mér. Er enn og aftur heima hjá mér á föstudagskveldi. Þetta fer að verða komið gott - þessir heilbrigðisföstudagar. Rólegaheitafruss. Fuss. Er samt alltaf voða spennt þegar helgin er í nánd. Spennt fyrir öllum rólegheitunum og dugnaðinum sem ætlar að hellast yfir mig. Og þagga niður í öllum röddum sem vilja einhverja sopa. En... når det så kommer til stykket... þá drulluleiðist mér þetta. En þetta ku vera hollt fyrir týnda stúlku á þrítugsaldri. Djöfull er leiðinlegt að vera gamall og settlegur. Ég vill almennilega drykkju.

Að öðru... Ég get ómögulega ákveðið mig hvað skal gera um páskana. What to do? What to do? Ísalandið eða Árhúsin? Hef aldei prófað að vera í fríi í Smilets by (sem stendur ekki undir nafni þessa dagana... ef hann hefur e-ntímann gert það). Þetta er spurning um óreglu og hamingju annarsvegar og almenn leiðindi og vinnu hinsvegar. Mér finnst ég allaveganna vera að þroskast bara vegna þess að ég er að hugsa um að beila á Ísalandinu. Get ekki... Kann ekki... Get ekki... ákveðið mig.

Til sidst... Ef þú ert þarna einhversstaðar.... Til lukku með að vera orðin fullorðnari í dag frú Sigríður Elín. Vona að þú hafir haft það sem allra best í dag.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Krissa mín, fyrst við lasarusarnir komum ekki þá væri nú voðalega ljúft að hitta þig á íslandinu...var að panta miða ídag verð frá 20-29 :) Annars er kellan búin að sitja á dollunni í allan dag..meiriháttar stuð.. eftir alla tæminguna ætti þetta samt að vera hin fínasta megrun :)
sorrý með lofuðu símtölin en lofa enn og aftur að ég hringi um helgina :)

skíthællinn

8:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk kærlega fyrir ammæliskveðjuna dr. kristjana.... dagurinn var frábær... át út í gegn... fullt af pökkum og alles.. verð samt aldrei fullorðin þó ég eigi orðið húðlitaða kápu og gulltrefil

1:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home