laugardagur, febrúar 26, 2005

Ofvirk með svefnveiki

Já, já... ég er ofvirk í þessari tölvu. Ég er með svefnveiki. Vaknaði aldrei fyrir tíu í síðustu viku og held ég hafi sofið 13 klst í nótt. Langar mest að fara að sofa núna. Ætlaði að kíkja á Hrafnhildi keppa á móti Slagelse í dag en sem betur fer missti ég af strætó. Sjaldan verið jafn glöð að sá guli hafi ekki beðið eftir mér. Uppgötvaði nefnilega stuttu seinna að leikurinn var í beinni í sjónvarpinu og allt annarsstaðar í bænum en ég hélt. Í staðinn eyddi ég deginum í símanum. Held ég hafi talað í símann stanslaust í þrjá klukkutíma... við fjórar manneskjur.... eina búsetta í Dene. Århus tapaði í samt einum af betri leikjum sem ég hef séð þær spila.
Nú sit ég bara með verðlaun á kantinum og er að búa mig undir afmælispartí hjá Trine... talandi um Trine... Álfabikarinn. Finnst svooo fyndið hvað strákum finnst þetta ógeðslegt fyrirbæri. Ég elska álfabikarinn. Trine varð svo skotin í mínum að hún splæsti á sig einum... var að prófa hann í fyrsta skipti í afmæliskaffinu hennar á miðvikudaginn. Þar voru saman komin ég, Trine og sex drengir... og auðvitað þurftum við að ræða allskyns álftabikardóterí þar sem hún er nýgræðingur. En juu.... þeim leið svooo illa að sitja undir þessum umræðum. Held þeim þótti verst þegar við vorum að tala um tæknina við að taka hann út... hahahah... doldið skondið... og kannski líka doldið ojbarasta.
Luvvvv....

1 Comments:

Blogger Skringsli said...

Ha, ha, ha! Ég elska ógedslegar samrædur, vildi ad ég hefdi komist líka.

4:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home