mánudagur, febrúar 28, 2005

Hmussa

Krissa massi enn einu sinni í flutningum... Fékk bestu pizzuna í Árósum og bjór í staðinn. Góð skipti. Já... vikan fer hægt og hljótt af stað. Ástæða : Prófessorinn minn er í burtu og þá er maður doldið í afslappelsinu. Auminginn ég.
La la la bamba á laugardag. Fámennt en góðmennt hjá Trine Louise 26 ára. Frekar í rólegri kantinum svona miðað við parí hjá skvísunni. Engu stóru hent út um glugga.... en ég fór samt hamförum í g&t. Trine var djöfulli snjöll þetta kveldið. Hún er svo klár vídjó-stelpa að gaurarnir í Figurines báðu hana að gera vídjó við eitt af lögunum þeirra. Þegar við vorum öll orðin frekar í drukknari kantinum þá lét hún okkur koma eitt og eitt inní svefnherbergi til hennar að dansa fyrir hana... hún ætlar nefnilega að hafa e-ð svoleiðis með í myndbandinu auk e-a animationa. Sneðugt fannst mér þetta þá... en ekki þegar ég vaknaði daginn eftir :-( Langar sko ekkert að vera blindfull á einhverju vídjói að dansa fjerser-dansinn minn. Muuu.... vuuuu... fuu... Svo svaraði hún bara ekkert símanum í gær þegar ég og Dorte vorum gráti næst að biðja hana um að henda þessu. Fokk it.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehe mikið væri nú gaman að fá að sjá þetta...ekki tókstu orminn góða??

eibba

10:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehehe mikið væri nú gaman að fá að sjá þetta...ekki tókstu orminn góða??

eibba

10:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe vel týpískt þetta með að vera vel voða til í allt eftir nokkra g&t kannast sko heldur betur við það..;)

1:37 e.h.  
Blogger kristjana kind said...

Enginn ormur í þetta skiptið... hefði líklega verið mun fallegri sjón en þessi freestyle-80´s-dans með RISK-ívafi. Uss... já... maður alltaf soddan superwomen þegar maður er í ástandinu. Gengur ekki lengur...

7:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home