þriðjudagur, mars 08, 2005

Hlakkiddí-hlakk...

Jíha... Mikið er ég nú hamingjusöm. Mmmm... Var að splæsa í miða til Íslands yfir páskana... Júbbíjei. Er búin að vera að vega og meta gildi þess að koma heim annarsvegar og svo að vera hér í litlu drusluíbúðinni minni um páskana. Familís með Daníel og Daða fremsta í flokki, vinkvenndi & beibísin, bar, óregla og leti eða boring Matematisk Institut og rannsóknirnar mínar. Valið ætti nú að vera auðvelt en ég er bara búin að vera svo ógeðslega löt að vinna eftir jól að ég þorði hreinlega ekki að spyrja leiðbeinandann minn um frí. En loksins þorði ég og miðinn er minn. Ekki spillir fyrir að Eibba mín og Lúkas eru líka á leiðinni... hefði annars örugglega ekkert hitt þau fyrr en 2006 eða eitthvað. Sniðmengi tímabila okkar á Íslandi í sumar er víst nefnilega tómamengið. Lúði = ég. Líf, fjör og hamingja. Jammogjá... það er gaman í dag og ekki eyðilagði það daginn að ég fékk afar skemmtilega geisladiskasendingu. Bright Eyes - I´m Wide Awake, It´s morning og Micah P. Hinson - and the gospel of progress... Afar góðir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

híhí þú ert svo mikil dúlla.. gaman að sjá að þú ert að koma heim

2:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home