laugardagur, mars 05, 2005

Missing Kúró...

Góðan daginn... Sit hér endurnærð eftir 10 tíma svefn. Mmmm... eitthvað annað en þessi bölvaða vika sem leið. Get nefnilega aldrei farið að sofa fyrr en alltof seint. Ekki átti ég við það vandamál að stríða í gær eftir nokkra drykki og hálft kíló af poppi milli tannanna. Fór með Dísu og Gerðu á stúdentabarinn að hitta eitthvað lækna- og verkfræðifólk sem vinnur á CFIN á Kommune hospitalet... en þær eru náttúrlega báðar á kafi í einhverju heiladóteríi. Endaði svo bara heima hjá Dísu í ótrúlega notalegu stelpusnakki. Alveg hreint eðal. Nú er hinsvegar kominn morgun og ég verð að komast í búðir. Verð að eyða peningunum mínum. Stefnan er svo sett á afmælispartí með Dallas þema. Hún Guðrún Gyða Kollusystir var svo ljúf að bjóða mér í partí. Það verður örugglega mikið stuð. Vona að ég roðni ekki í rass allan tímann úr feimni... þekki sko voða fáa í þessu boði held ég. Sjæse... ætli maður fari í axlapúðana í kveld. Verst að maður eigi ekki kúró núna. Djöfull langar mig í kúró.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey Kriss.. og takk fyrir sídast:)

Hurru vasstu med línkinn á síduna sem tú vasst ad tala um?

Kv Matthildur

10:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home