sunnudagur, mars 06, 2005

Southfork og vetrarklebra...

Djöfuls hrossaskita sem þessi vetur er orðinn... Var uppí Risskov í mat hjá Gerðu áðan og fór hjólandi og sjæse maður... djöfuls kuldi. Ég ætla segja þessum vetri upp.

Annars er ég eiturhress í dag. Í gærkveldi fór ég í Dallaspartí, sem ónefnd cowgirl á Southfork. Fór ekki yfir strikið í búningavali þetta skiptið, enda hef ég lent í því að vera eina manneskjan í dress-up partíi sem er over-dressed. Henti á mig kúrekahatti og reyndi svo bara að vera soldið hesthúsleg. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og margir í alveg snilldarbúningum. Held að sigurvegarinn hafi verið afmælisbarnið og Miss World 1985... Hún var roooosaleg. Allaveganna skemmti ég mér mjög vel þó svo að ég hafi ekki þekkt marga þarna. Hefði mikið viljað vera útí bæ fram undir morgun... en gafst upp fljótlega aðallega af því að ég nennti ekki að vera trallandi með kúrekahatt um götur bæjarins. Ekki mjög kúl. Í staðinn fékk ég kebab og enga grimma þynnku. Bara venjulega. Mjög ljúft.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Biddu Krissa mín ertu búin að vera í miklu átaki??? Ég get ekki betur séð en að kúrekagellan sé búin að missa nokkuð mörg kíló síðan ég sá þig síðast...
eibba spæjari

11:51 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

Hmmm... athyglisvert. Kannski að bjórbumban sé aðeins að minnka. Drekk nefnilega "örlítið" minna af honum núna en síðustu ár. Næstum því hætt í ruglinu :-)

7:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home