þriðjudagur, mars 22, 2005

sparnaður þýðir leiðindi

Það er ekki tekið út með sældinni að spara. Sit hér á CPH agalega þreytt og mér dauðleiðist. Tók nefnilega rútuna klukkan korter í sjö í stað lestar... algert helvíti. Allt gert til þessa að spara monninga. Og ekki get ég sofið í svona samgöngutækjum. Svo nú sit ég hér og hef ekkert að gera. Búin að skoða silljón netsíður, ebay-ast, fréttast... og ég tel að það besta sem ég get gert til að eyða tímanum mínum er að skrifa hér um ekki rass í bala. Hef því miður ekkert að segja.
En.. látum okkur nú sjá. Tja. Ekkert mikið hefur gerst í mínu lífi undanfarna daga. Aðeins eitt gleðimóment átti sér stað á sunnudagskveldið. Trine, Jacob, Kasper & co. eiga greinilega marga vini og áhangendur þar sem þau hoppuðu beint í annað sætið á den elektriske barometer aka non-boogie listinn á dr. Helvíti skemmtilegt. Ekki nóg með það heldur skrifaði Trine bréf sem var lesið uppí þættinum og var það mjög svo innilegt og skondið... Svo eru þau búin að fá nokkra dóma og eru þeir allir alveg vonum framar. Afar skemmtilegt fyrir þau.
Já, já... held að þetta sé gott í bili. Vona að Bauni frændi nenni að tala við mig á msn-inu aðeins... alltof langur tími í brottför.

PS Á öllum flugvöllum ættu að vera spilasalir... með kappaksturleikjum, skotleikjum og alles... Það væri unaðslegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home