sunnudagur, mars 20, 2005

Lamadýrið talar...

Dagurinn í dag er mínus tveir. Tveir dagar í Ísland og ég er svo spennt, svo spennt. Held ég hafi ekki einu sinni verið svona spennt að fara heim um jólin. Kannski af því að ég er eitthvað að klepra hérna núna – samt bara skólalega séð. Er samt búin að vera frekar dugleg undanfarið, svona allaveganna miðað við venjulega.
Allt stefnir í krummadjamm á miðvikudaginn. Spurning um að taka hágæðakrumman uppá kasettu og verða fræg. Mikið er ég fegin að ég ákvað að drullast heim... enda þónokkrir af mínum á leið frá Fjárhúsunum. Það eina sem ég á eftir að gera fyrir heimferð er að skrifa eitt stykki abstrakt á morgun. Veit reyndar ekki um hvað ennþá... en það er bara vandamál morgundagsins. Ákvað að hafa þessa helgi stærðfræðifría... enda blessaðist hún vel þessi elska. Líklega jafn vel og páskarnir mínir eiga eftir að blessast... vonandi.
Þó svo að helgin hafi verið afar ljúf þá var hún ekki mjög rík af afslappelsi... ég kunni nefnilega ekki að fara heim á föstudaginn. Þetta er einhver sjúkdómur sem ég er með, held ég. Lýsir sér þannig að þegar maður er einhversstaðar úti, þá get ég barasta ekki farið heim - sama hvað ég reyni. Reyndi alveg smá.... en skreið svo inn rétt hálf-níu næsta morgun... þá langaði mig reyndar virkilega mikið að fara heim. En nóttin var góð og bauð m.a. upp á afar skemmtilegan dansham við Pavement... juuu... var alveg búin að gleyma hvað það er skemmtilegt að hoppa og vera heimskur . Malkmus er líka svo mmm-mmm-mmm flottur. Svo hár og myndarlegur. Það skín í gegnum dansinn. Svo kom Dorte í slúðurheimsókn í gærkveldi. Drukkum gin&tonic, fórum í borgara á Englen og slúðruðum meira. Uss... djöfull getum við kvenkyns verið ofsalega miklar kjaftakellingar. Agalegt alveg... en notalegt!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home