þriðjudagur, mars 15, 2005

Sigti óskast

Ég er götótt og ætti að ganga með smekk. Allt sem bubblast inn í mig, bubblast útum allar holurnar eins og skot. Hvellur. T.d. allt það sem ég er að gera í fræðunum. Væri frekar til í að vera sigti. Þá gæti ég sigtað allt þetta sem engu máli skiptir burt burt burt. Eftir myndi ég standa með klumpa af allskyns góðgæti. Bæði akademískt og sálarlegt meti. Smekkurinn gæti líka hjálpað og tekið við allskyns slefi sem gæti verið blanda af einhverju góðu og illu. Það gæti ég notað til þess að hrekkja sjálfa mig og aðra.
Já, tóninn hefur verið sleginn. Í kveld er ég á leið í samkomu af þeirri tegundinni sem veldur mér hugarangri. Það er af því að ég er með eindæmum grimm og sjálfselsk mannvera. Innihald samkomunnar er nefnilega meðal annars stærðfræðilegur Þjóðverji og lífeðlislegur Rúmeni. Dísa ætlaði að setja smá sætindi út í boðið með því að smala aðskotahlutum með en náði bara einum. Hinn kanselaði. Það er þó betra en enginn. Ég vona að við náum að bjarga okkur frá þessari kvöldglötun. Jákvæðni, já þar kemur Já-hópurinn til sögunnar. Ég held að ég sé ekki sú eina sem væri til í að eyða kveldinu við annarskonar leiki og störf. Magnað hvað ég er þver og búin að ákveða að flestar stærðfræðiendur frá Þýskalandi eða bara Þýskarar yfir höfuð eru... leið... tja... fallegar sálir. Já, þetta eru örugglega allt yndisfögur, sveimandi og fræðileg sálartetur. Æ æ og ó ó. Ég hef bara verið svo óheppin með útlendinga í stæheiminum. Æ æ og ó ó. Ég er ekki alltaf svona neikvæð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home