föstudagur, mars 25, 2005

Welcome home Bobby!!!

Næst frægasti Íslendingurinn kominn heim. Já, Íslendingar eru náttúrlega frekar brenglaðir. Sagan af Bobby Fischer loks að taka enda... maður er bara ekkert búin að hneykslast á þessu og finnst eilítið smá skömmustulegt að vera Íslendingur varðandi þetta mál. Það var einmitt einn Dani að spyrja mig útí þetta um daginn og mig langaði alls ekki að ræða þetta við hann. Bananalýðveldi. Það var meira að segja bein útsending af komu kappans með einkaflugvél frá útlandinu í gærkveldi... þvílíku fagnaðarlætin. Vangefið. Trúi ekki öðru en að flest þetta fólk sem var samankomið á Reykjavíkurflugvelli til að taka á móti þessu fríki sé þarna uppá grínið.
Er ekki frá því að stemmningin á landinu sé svipuð og þegar Keikó kom til okkar. Allir hrikalega glaðir og glimmer í loftinu. Tryggjum framtíð Bobby og Keikós. Við vitum nú hvernig fór fyrir Keikóinum. Já, já... við Íslendingar veljum réttu selebinn til að bjarga og gera heiminn að betri stað. Við erum Fischer´s friends... og finnst mér þess vegna að allir barir á Íslandi ættu að bjóða uppá Fisherman´s friend í tilefni af þessum sigri íslensku þjóðarinnar.
Þetta var allaveganna afar dramtískt og fyndið. Sér í lagi að fylgjast með Sæma einkavini... sem hafði þvílíka þörf fyrir að snerta, klappa og þukla á Bobby. Þetta er alveg einn stór brandari. Kreisí icelandic people...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home