sunnudagur, apríl 03, 2005

Jamm og jú...

Ég verð nú að segja það að ég er orðin svolítið leið á þessu blöggi. Er samt eiginlega föst í þessu. Eibban tjáði mér eitt sinn að þetta sé vanabindandi. Eins og sígsið - maður veit að maður þarf ekki á þessu að halda en gerir það samt. Hef aldrei neitt að segja. Þarf að hugsa minn gang og hætta að leigja. Vorið er komið og sólin skríkir. Það sál mína mýkir. Nota tækifærið og fara í klukkutíma hjólatúr með geislaspilaranum mínum í stað þessa að fara í kroppastöðina. BMX. Prjóna á milli laga. Hef búið með 20 dauðum refum undanfarna daga. Þeir hafa nú verið sendir til ofur-skvísu í norðri. Hnoðri. Þar hafiði það.
Jú – eitt til. Ég segi stolt frá því að ég var viðstödd þvílíkan spennuleik í boltanum í gær. Úff. Hún Hrafnhildur fór á kostum síðustu mínúturnar í leik sem var spurnig um líf eða dauða Árósartelpna í stjörnudeildinni. Hún gjörsamlega vann leikinn upp á sitt einsdæmi. Snillingur. Hef sjaldan séð annað eins. Kellingin var greinilega afar hungruð eftir að vera komin með sár á rassinn og er það nokkuð ljóst að hún er allaveganna mesta baráttukvenndi í íþróttunum sem ég hef séð. Já, þetta megiði hafa líka.

Knossar,
Christiane

1 Comments:

Blogger Skringsli said...

Ha, ha, fyndið og skemmtilegt!

9:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home