fimmtudagur, apríl 14, 2005

Vesenisfólk...

“Speaker bite me-damen” aka Jomi Massage fór á kostum á Musikcafeen í gær. Hún er algjör rokkskvís og er doldið kreisí. Svalasta danska rokkpían. Minnir mann inná milli svolítið á unga PJ Harvey… en minnir nú líka bara á sjálfa sig. Það er eitthvað hægt að downloada frá heimasíðunni hennar. Já, já – rokk og ról.
Annars er ég að gera það upp við mig núna hvort ég eigi að beila á matarboði sem mér er boðið í í kveld og vinna í staðinn í allan dag. Mig langar trilljón sinnum meira að vinna og telst það einkennilegt í mínu lífi. Ástæðan er einföld. Mér heyrist boðið innihalda þrjú fyrrverandi kærustupör og Kristjönu. Sjæse, hvað þetta gæti orðið súrt. Held hreinlega að ég þori ekki og láti þau bara um að reyna að gleðjast saman. Djöfuls vesen á þessu liði... Uss... verð að setja saman einhverja frábæra afsökun fyrir fjarveru minni.
Og Eibba mín... ég er komin af stað með undirskriftarlista fyrir KK á Hróa. Ætli við fáum að vera á fjölskyldusvæðinu ef úr þessu verður? Hahahah…. good old days...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home