mánudagur, apríl 11, 2005

Næst á dagskrá... bindindi

Djöfuls þynnkudagur í gær. Eiginlega líka í dag. Held hreinlega að ég ætli að taka mér pásu frá áfengisneyslu í einhvern tíma. Hversu oft hefur maður sagt þetta áður? Alltof oft.
Það var alveg ofboðslega notalegt í sushikennslu hjá Guðrúnu Gyðu og Kollu. Og hrikalega gott. Núna er ekkert annað í stöðunni en að byrja að rúlla oft og mikið. Fór svo með Kollu og Matthildi í bæinn. Þeim stöllum leist nú ekki á Josefine sem dj og fórum við á einhvern stað við ánna fyrir fína fólkið og ég kann ekki að vera inná. En það var samt alveg fínt að prufa eitthvað nýtt... Fór svo reyndar aftur að hitta Josefine sem átti bjórkort og drakk bjórinn hennar. Uppgötvaði svo að ég var ekki með lyklana mína (hversu oft ætli það hafi gerst?) þegar ég var búin að bjóða í partí heim til mín. Mjög öflugt. Þá voru góð ráð dýr og ég þurfti að vekja grey Kollu sem fann lyklana heima hjá sér, múta e-m kússemússekalli að skutla mér þangað, kaupa áfengi og þá gat maður byrjað að partíast aftur. Ég sé mikið eftir því og og stóð eftir með klístruð gólf - ógeðisheimili og ég er með snúinn ökla. Ég er ógeðsleg og angaði að brennivínslykt þegar ég fór að hjálpa Solveigu að flytja í gær. Oj barasta. Oj bara Kristjana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home