miðvikudagur, apríl 20, 2005

Endalaus hamingja...

Gleði, gleði, gleði!!! Hún Silla mín er orðin mamma. Lítill drengur fæddist í nótt... juuu... hlakka til að heyra í Sillunni minni.
Já, maður er alltaf kátur þó svo að allt sé að detta á bossann sinn. Ég er ekki sú eina sem er alltaf á rassaskorunni heldur líffræðingarnir mínir líka. Hefði getað neitað 18 af 20 verkefnum en ákvað að henda 10 stykkjum... bara svo ég þurfi ekki að eyða svona miklum tíma að fara aftur yfir. Svona er maður nú samviskusamur kennari. Takandi svona ákvarðanir drusluþreytt seint um kveld með beilís við hönd. Agaleg... nenni bara ekki að eyða miklum tíma í þessa kennslu lengur.
Annars kætir mig einnig þetta mjög svo skondna video sem Trine gerði fyrir Figurines... Figurines sem skaut Trine & co. úr fyrsta sætinu á den elektriske barometer um helgina :-( Endilega skoðiðiðiði. Er afar fegin að hún gat ekki notað dansinn minn, en Gerða er með smá innskot þarna :-)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun á trampinu á morgun...syndu nú gamla takta

fatlaði unglingurinn sem er alveg að verða gömul :(

9:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home