laugardagur, apríl 16, 2005

Uss...

Ó mæ bob hvað dagarnir eru eitthvað þreyttir... og ég með þeim. Langar bara helst í frí eða fokka þessu upp og fara á bætur. Það er kúl í Dene. Fór á fótboltaæfingu áðan og var það alveg hreint fínt. Djöfull er gaman að leika sér og vera keppnis. Ég ætla að vera keppnis í allt sumar. Nú er kellingin bara að vinna í eldhúsinu og svo heitir restin af deginum víst massív greinarskrif. Lofaði aldeilis upp í mína síðu ermi í gær og kvaðst nota helgina í það. Einmitt... veit ekki hvað gekk yfir mig og ég sem á ammæli og allt. Þið hérna tíu sem heimsækið síðuna mína viljið þið ekki vera svo væn að senda mér skeyti á morgun eða bara þegar þið lesið þetta. Má vera í formi sms eða meils eða jafnvel getið þið sent einhverja dúfuna á mig. Það er nefnilega líklegt að ég muni eiga afar bágt á morgun svo huggunarorð eru líka vel þegin. Fyrsti dagurinn í árinu sem ég er tuttuguogeitthvað í síðasta skipti. Oj... fáránlegt. Þá hugsar minn hvað maður sé búin að afreka í þessu lífi. Virðist vera eitthvað takmarkað. Maður er ennþá bara aumingjaleg skólablók. Nemendurnir mínir spurðu mig í gær hvað ég ætlaði að gera við líf mitt þegar þessari doktorsnámsvitleysu er lokið og það fyrsta sem mér datt í hug... tja... kannski læra bara eitthvað annað. Heimspeki, landslagsarkítektúr eða mannfræði eða bara eitthvað ekki stærðfræðilegt. Aumingjaskapurinn alveg að drepa mann. Einhverntímann verður þetta að taka enda. Á svona stundu þá grætur maður og tekur próf á netinu. Reyndar er þetta próf á Independent frekar sniðugt miðað við allt draslið sem til er í veraldarvefsheiminum. Annars langar mig bara til útlanda. Einn, tveir og núna.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið elsku Krissa...

eibba að senda kveðjur oft á dag:)

2:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var að skoða afmælisdagbókina mína og KRISSKROSS stóð þar stórum stöfum.. .. til hamingju með daginn honey.. .. hope u r doing great in DK

Kv.
Bryn

8:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ammælið dúllan mín.. sorry aðeins of sein en samt ekkert verri fyrir það er það nokkuð... skál fyrir þér...

sirrí

8:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið!

(það er ennþá 17. apríl í Kaliforníu)

3:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með ammmmmælið elsku rúslan mín.....ég gleymdi sko ekki afmælinu þínu í gær...hugsaði mikið til þín...var bara allt of þunn til að rita einhverjar tæknikveðjur...
vona að þú hafir átt yndisafmælisdag. og hafir getað búið til og borðað fullt af brauði!
kv. svana

7:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið á sunnudaginn krúttið mitt!!Ansi sein að senda afmæliskveðju en verður vonandi fyrirgefið...

Þú stóðst þig eins og hetja í fimleikatöktunum áðan, djöfull var gaman!

Vi ses
knus Anna

4:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home