sunnudagur, maí 01, 2005

Ónotalingurinn...

Hvað segirðu Eibba mín? Var þetta dálítið óskiljanlegt? Það er ekkert nýtt. Ég skil varla sjálfa mig. Ég var bara eitthvað svo glöð og fljótfær á föstudaginn. Missti mig algerlega. Andskotans... Var hótað að mér yrði hent út úr íbúðinni minni. Svona næstum. Ég var með smá hávaða. Var ein í heiminum og lét eins og ég byggi í einbýlishúsi útí skógi. Finnst samt hart að hóta manni. Og þó... gestir mínir voru ekkert voðalega næs við greyið kvartarann. Fussss – fulla fólkið.
Hún varð sem sagt ekkert svakalegur notalingur þessi helgi. Ógeðsleg þynnka í gær og gat ég ómögulega sofið hana úr mér þar sem ég þurfti að kaupa afmælisgjöf handa Dorte og fara í afmælismatarboð. Hann var sem sagt frekar harður heimurinn í gær. En ég lifði hann af og vaknaði með annan í móralsþynnku í dag. Í kvöld var svo meiri afmælisglaðningur. Annars náði ég fyrri tengslum við kassann í dag. Djöfull var gott að liggja í leti allan daginn. Langt síðan ég og sjónvarpið höfum verið svona náin eins og í dag. Luuuuvlí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home