sunnudagur, apríl 24, 2005

Ái

Þessi 4ra daga helgi rann niður í mallann minn aldeilis snögglega. Góð með ljótan endi. Vinna og svo líka smá líf og fjör. Það var óhugnarlega gaman að leika sér í fimleikahöllinni á föstudaginn. Jösús... gerði meira að segja araba heljar og alles á gólfinu. Djöfulli öflug eftir sirkabát 16-17 ára hlé frá fimleikunum. Svo var voðalega gaman að hitta Sigrúnu á föstudaginn og höfðum það bara rólegt og notó ásamt Kollu skvís. Kaffihús, djúsí börger, bjór og spjall og reyndar smá boring ammæli sem ég þurfti að kíkja í. Laugardagurinn átti að vera stórkostlegur vinnudagur en loksins þegar ég var komin á skrið... þá plataði ég sjálfa mig til að fara á einhverja helvítis Figurines og Oh No Ono tónleika. Það var alveg fínt. Ætlaði bara rétt að kíkja og svo heim en nei, nei. Ég er djöfuls aumingi. Þeir voru nokkrir bjórarnir sem runnu vel niður ásamt g&t og viskíglösum. Endaði sem sagt á Súkkulaðiverksmiðjunni en þar var alveg eðal súkkulaðisnúður að dj-ast. Dansaði alveg voðalega mikið við t.d supremes og allskyns motown dót í bland við eðal popp eins og smiths og belle&sebastian. Gaman, gaman. Svo þegar átti að taka þennan annars forljóta sunnudag með miklum stælum... þá ákvað líkaminn minn að vera með stæla á móti svo hér sit ég og svitna og krókna til skiptis og líkaminn minn er að brotna í sundur. Mér er illt. Ég er veik. En ég er samt eiginlega aldrei veik. Af hverju núna? Ohhh... ég á svo bágt.
Grey, grey prófessorinn minn að hafa mig sem nemanda... ef hún bara vissi. Hún er einmitt búin að hringja fimm sinnum heim til mín í dag. Ég er ekki góður nemandi.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ertu hætt að skrifa????

3:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home