föstudagur, apríl 29, 2005

Fagnaðarlætin


DSC00164
Originally uploaded by horbali.

Nei, Svanhildur mín... þó svo að það væri nú mjög góð hugmynd. Ég er bara búin að vera í frekar lögulegu ólagi þessa vikuna. Lasin, úrill, illa lyktandi með hor og úr mér genginn. Gleymin, rugluð, bryðjandi panódíl og út úr heiminum. Nemendur sviknir. Ástandið. Eins og sjá má á myndinni hér til hægri, hef ég ekki haft tíma til að greiða mér, þvo lokkana né klæða mig skikkanlega. Smukt!!! Það eru ekki allir svo heppnir að hafa svona aðals fíltraða lokka.
Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Því skal fagna. Ég fagna því í dag. Að auki fagna ég því að hunangsbollan mín hún Eibba er afmælisbarn dagsins. Til lukku rjúpan mín!!! Þá fagna ég því að greinin, sem við lofuðum að skrifa fyrir alltof löngu síðan, var send af stað í dag. Var hún skrifuð á tæplega fjórum dögum í ástandinu. Efni greinar var ákveðið á mánudagsmorgun. Fullseint í appelsínurassinn gripið. Ástæða: Ég skíttapaði fyrirhuguðu efni um daginn, eftir tveggja mánaða saurbað með fokkings varíansmetlum í stereology og svikulum elastískum deformation módelum. Náðum þó að skola skítinn burt úr hausnum á mér og úr varð hendingarkennd nóta. Aðþrengdar Kristjönur og Evur á B3 skrifuðu nótu sem lítur út eins og gamalt og kalt piss. Já, nú skal fagna. Ætla að gleðjast á Fredagsbar og fá mér nokkra drykki í verðlaun fyrir þessa annasömu vinnu. Veit þó ekki hversu lengi ég duga. Svefninn var af skornum skammti í nótt. Þessi helgi á þó eftir að hlæja og skríkja eins og lítill táningur í magabol. Notalingur skal hún heita. Góðan notaling.




1 Comments:

Blogger eibba said...

Það var alveg á mörkunum að ég skildi þennan pistil en náði þó afmæliskveðjunni...takk fyrir hana :)
Vonandi fer þér að líða betur svo þú getir allavega ráðið úr krulluhnútnum og fengið þér skál í glasi í tilefni af ellhrum mínum. Annars máttu koma við hérna hjá mér ef þú ert í vandræðum og ég hjálpa þér við greiðsluna eins og forðum daga...fer nú ekki út í frekar lýsingar á þeim aðförum svo fólk haldi ekki að við séum eitthvað klikk :)

Risa knús frá gömlunni

10:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home