sunnudagur, maí 08, 2005

Stríð hafið

Hér bólar ekkert á sumrinu fagra og er það mis. Haglél á stærð við djúpu án súkkulaðis dritast niður af himnum. Held að einhverjum þarna uppi sé illa við okkur. Þetta hlýtur þó að fara að koma. Veðrið... maður getur endalaust rætt þessa elsku. Svo áhugavert umræðuefni. Allaveganna áhugaverðara en lífið mitt undanfarnar vikur eða kannski bara almennt. Annað sem tengist veðrinu. Helvítis heimsku skordýrin fatta ekki að þeirra tími er ekki komin, sbr. veðurleysið hér í landi. Finnst mér þau orðin full frísk og agressív. Skaðvaldar. Ég er þó fegin að hafa ekki rekist á ofurköngulær eins og hún Hrafnhildur. Prísa mig sæla að sleppa við slíkan ófögnuð. En þetta þýðir að nú fer ég vopnuð skordýraspreyi í bólið. Gott að hafa einn brúsa á sengekantinum. Að meðaltali hef ég ráðist á fjögur dýr á dag með þessu fagra vopni... og nú verður þetta bara verra. Ég er hrædd við þessi kvikindi. Finnst þau ógeðsleg, pirrandi, leiðinleg og hættuleg. Kannski er ég örlítið hysterísk, en ég er alltaf að verða sterkari og sterkari. Held ég. Var allaveganna mjög stolt af sjálfri mér á köflum í Ástralíunni... þar voru ófá ógeðisdýrin sem hræddu mig og héldu fyrir mér vöku. Ég varð betri og betri með tímanum. Ég myndi allaveganna ekki tæma íbúðina mína í dag eins og ég gerði fyrir tveimur árum síðan útaf nokkrum pöddum. Heldur ekki setja öll ullarfötin mín í frysti hjá vinum og kunningjum, þvo öll fötin mín, eyðileggja smá hluta af þeim, kaupa meindýraeyði fyrir marga þúsundkallana og geta svo ekki sofið heima hjá mér í nokkra daga vegna eiturhættuástands á heimili mínu. Já, nei. Það mun vonandi ekki gerast aftur. Þess má geta að ég fór með ógeðiskvikindin sem ég fann í gólfinu mínu lengst útí sveit til að fá sérfræðinga til að rannsaka þau. Í framhaldi af því fékk ég að vita að viðbjóðurinn var ekki mölflugur eða mölflugulifrur, heldur litlir saklausir silfurfiskar (sølvfisk) sem eru gæludýr á fjölmörgum heimilum hér í landi, sér í lagi í gömlum íbúðum. Silfurfiskar líkjast engan veginn mölflugum... held að eitthvað hafi koxast þarna uppí heilabúinu hjá mér þetta mölflugusumar. Ég sá mölflugur allstaðar í nokkrar vikur eftir þetta og sama hvað fólk gerði grín af mér og sagði að þetta væru nú líklega ekki mölflugur, þá vildi ég alls ekki heyra hvað fólk hafði að segja. Lokaði eyrunum og fussaði og sveiaði. Ég var bara hneyksluð og fúl yfir að fólk skyldi ekki taka mig alvarlega – þetta voru sko erfiðir tímar með tilheyrandi martröðum um ofurköngulær og morðóðar flugur. Crazy person sem ég var... er. Mörgum mánuðum eftir þetta atvik var ég ennþá að fá sendingar úr frystikistum vina minna sem skyndilega fundu poka fullan af fötum á botni kistunnar. Altså... Já, já... en ég á allaveganna ennþá birgðir af ýmsum vopnum og er hæstánægð með mig þegar ég ræðst á helvítis kvikindin. Ef einhverjum vantar gildrur fyrir silfurfiska eða mölflugueitur, þá á ég kannski eitthvað eftir á lager.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

tíhíhí... skil þig rosalega vel með svona pöddur... ég er skíthrædd við þetta allt.. líka litlar saklausar íslenskar köngulær... ojbara.....
sirrí

10:42 f.h.  
Blogger skuladottir said...

Óþolandi kvikindi.. Ég verð að íhuga svona skordýrasprey.. Veit ekki hvað ég myndi gera ef Viktor væri ekki heima til drepa þennan viðbjóð..

11:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

við fundum nú jarðaberjaflugu um daginn!!! það eru nú ekki allir svo heppnir...kristófer fríkaði út..held að hann sé með alvarlega flugnafóbíu.

2:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða bloggleti er þetta???

5:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home