miðvikudagur, maí 04, 2005

Lúxí-lúxus

Það er búið að vera sérdeilis mikið um lúxuslíf hér undanfarin kveld. Á mánudaginn vörðu Anders og Mette meistararitgerðirnar sínar. Því var fagnað. Fyrsti bjórinn rann beint ofan í klósett klukkan tólf. Svo var sullað í bjór, rauðu, hvíti og gin&tonicum fram á kveld. Ekki alslæmt. Í gær var svo fundur félags danskra tölfræðinga. Ég beilaði nú á honum og hátíðarkvöldverðinum sem fylgdi með. Fékk þó sendingu neðan úr kantínu upp á skrifstofuna mína með ostum, brauði og kökum. Desert hét hann. Yndislegur hann Anders (fyrirlesari í deildinni) að vera svona góður við mig. Hann er bjórmaður mikill. Svo fór ég og hitti vinkonur mínar og keypti eitt stykki flugfar til Króatíu. Ætla að hendast þangað seinni hluta ágústmánaðar. Þá verður sko líf og fjör. Við fögnuðum kaupunum með því að drekka bjór. Á leiðinni heim hitti ég svo alla ungu tölfræðingana sem voru á leiðinni á barinn. Ég gat náttúrlega ekki farið heim og freistaðist á barinn, sem hélt fast í mig til klukkan rúmlega þrjú í nótt. Þar tók ég þátt í afar ljúffengri og kostnaðarsamri viskísmökkun. Mér finnst það sko ekki slæmt. Lærði smá nýtt og drakk svo bjóra inn á milli. Svo nú er ég bara alveg uppgefin eftir fyrirlestra og þynnku- og þreytukennslu dagsins. Beila á Siglingardeginum mikla hér á háskólalóðinni. Úti er gleði og haminjga. Margir þyrstir nemendur að sötra drykki. En ekki ég. Ég ætla heim að sofa. Sofið rótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home