þriðjudagur, maí 17, 2005

Stamandi Kristjana

Er búin að sitja með tölvuna mína í fanginu upp í skítuga sófanum mínum og tala við sjálfa mig í tvo tíma. Hvenær ætlar þetta að taka enda? Ég er orðin hálf sjeikí í hausnum. Í hvert skipti sem ég byrja að tala við sjálfan mig um “Lévy based growth models” þá segi ég eitthvað nýtt og undarlegt. Stamandi og skjálfandi. Vonandi segi ég réttu hlutina í fyrirlestrinum á morgun. Hvað þá? Kenna óundirbúin og svo er það bara skemmtun allan daginn. Antony tónleikar annað kvöld og ég get ekki beðið. Leiðinlegt samt að missa af úrslitakappleiknum í boltanum...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er einn að vinna með mér sem heitir leví. Þú gætir kannski talað við hann og fengið að segja eitthvað um hann.

11:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home