Komin með ræpu
Ég er skyndilega komin með ræpu. Það er nú bara af því að það er mikið að gera hjá kjellingunni og svo er Dísa ekki búin að vera í skólanum síðustu daga svo það er enginn til að röfla í. Við hvern á ég þá að tala í skólanum? Ekki prófessorinn minn. Henni finnst ég nöldrari með afar miklu kvenkyns ívafi. Æ. Ég hlakka til að komast heim í dag.... leiðist viðbjóðslega mikið hérna. Greyið Dorte þarf að hlusta á mig tala útí eitt í kveld... vorkenni henni.
OG... sjæse hvað ég fékk merkilega diska í hús í gær. Átti nokkra mp3 með Lightning Bolt á tölvunni minni, en hef ekki hlustað á það mikið undanfarið. Var allaveganna voða hrifin þarna fyrir löngu... en nú er ég alveg óð... þarna verður maður alveg kreisí. Mikill hávaði. Mæli með þessu. Sérstaklega fyrir Skringslið. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti. Vantar nefnilega nýja tónlist... Svanhildur: Nú mátt þú senda mér eitthvað. Mér finnst ég búin að vera svo dugleg að senda þér diska. Þú mátt núna. Plís.
Dreymdi í nótt að Devendra Banhart byggi fyrir ofan mig og væri alltaf að kvarta undan hávaða... meira að segja þegar ég var að spila hann sjálfan. Er það nú... hélt að fólk væri nú ánægt með að maður spilaði tónlistina þeirra.
Til sidst langar mig að segja frá afar skemmtilegu bloggi sem ég reyni að lesa sem oftast hjá henni Hörpu skvís. Hún er snillingur. Vildi að fleiri væru að glögga í þessa átt. Skrifar á ensku um ruglið í London baby fyrir Baunana sína og Frónara. Harpa er arkitekt og átti heima hérna í Árósum í mörg, mörg ár áður en hún gerðist London-pía.
Góðar stunur...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home