laugardagur, maí 28, 2005

Ég er að kafna

Já, egósentríski einstaklingurinn með athyglissýki talar. Hér er komið sumar. Er það sérdeilis fallegt og skemmtilegt. Ég er samt ekkert búin að vera úti í dag sökum alvarlegrar þynnku. Enn einu sinni gerði ég nágranna mína gráhærða með húsi fullu af fullu fólki. Djöfuls læti alltaf í mér. Veit ekki hvað gerist nú. Ég er alveg vonlaus. Í nótt eða réttara sagt í morgun... fór ég svo í fyrsta skipti á ströndina og í sjóinn þetta árið. Var það afar notalegt og ágætis endir á annars vafasömu kveldi. En sjórinn var kaldur. Vonandi að þær verði fleiri strandarferðirnar í sumar. Já, sumar og sól. (Óvelkomnir) fylgifiskar sumarsins eru t.d. peningaleysi, skordýrin og tjokkóarnir. Tjokkóarnir flykkjast út á götur Fjárhúsa í tonnatali. Danmörk er náttúrlega eitt mesta tjokkóríki í heimi. Allt útí létklæddum, ljósabrúnum hnökkum. Æ. Ég er bara afbrýðisöm.
Vikan. Ekki stórfengleg. Búin að kenna síðustu dæmatímana, drekka bjór í sólinni, spila körfubolta, borða íslenskt lambakjöt, láta kaupa mini i-pod handa mér, tekið ákvörðun um að reyna að fá mér stórt og feitt lán í bankanum, frestað vorhreingerningunni í billjónasta skipti, frestað ræktarátakinu í trilljónasta skipti.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með ipodinn.. ég er einmitt að setja johnny cash og duran duran inn á minn ... er að fara á duran duran tónleika þó svo að svana segi að ég hafi verið meira í wham fílíng.... hver man það annars... svo langt síðan maður

1:38 f.h.  
Blogger kristjana kind said...

já þakka þér... bara alveg djöfullegt að ég get líklega ekki fengið tyllitækið fyrr en í júlí... ég get þá frestað útihlaupinu fram í júlí. gott.

5:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home