miðvikudagur, júní 01, 2005

Slembigangur

Ég hata daga sem eru eins og slembigangur aka random walk. Ég er búin að vera svoleiðis í dag. Algjörlega hendingarkennt hvað ég geri. Veit einhvernveginn ekkert í hvaða átt ég er að fara. Lalla mér fram og tilbaka hér í þessum völundarhúsaskóla. Eldhúsið er farið. Klósettið er aldrei á réttum stað. Skrifstofan mín er alltaf að skipta um staðsetningar. Veit aldrei hvar ég enda ef ég fer út úr skrifstofunni minni. Allir nemendur mættir að ná í verkefnin sín en ég bara búin að steingleyma því... enginn verkefni. Uss... totalt kaos í hausnum á mér.

Í dag er síðasti séns á að leika sér með bolta en það verður ekkert úr því af því að það er rigning. Stefán hennar Dísu og Kolla eru bæði á leið til Íslands og verða upptekin það sem eftir er. Vildi óska þess að vinir mínir hérna í Dene væru aðeins sportlegri svo ég gæti fengið smá útrás í boltanum. Vinir mínir í sjónvarpinu eru svo allir farnir í sumarfrí. Seríusjúklingurinn ég veit ekki hvað skal gera í því máli. Ég verð að finna mér ný áhugamál. Tillögur eru vel þegnar.

Góðar stundir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home